is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29877

Titill: 
 • Meistaradeild Evrópu: Fjárhagsleg áhrif á íslensk knattspyrnufélög
 • Titill er á ensku Champions League: Financial impact on Icelandic football teams
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hér á landi sem og víða annars staðar í heiminum ríkir mikill áhugi á knattspyrnu og þá ekki síst á Meistaradeild Evrópu, stærstu deild í heimi. Það vakti athygli höfundar að þrátt fyrir að íslensk félög hafi aldrei náð frábærum árangri í þeirri keppni að þá er það samt sem áður oft eitt af aðalmarkmiðum margra félaga að ná góðum árangri í Meistaradeildinni. Því var markmið þessa verkefnis að komast að því hvaða fjárhagslegu áhrif það hefði á íslensk knattspyrnufélög að komast sem lengst í Meistaradeild Evrópu, bæði hjá körlum og hjá konum.
  Helstu niðurstöður eru þær að mismunur á peningaupphæðum milli kynja í Meistaradeildinni er mjög mikill, eða á milli 150-200 sinnum hærri fjárhæðir fyrir karlalið sem vinnur alla leiki en kvennalið sem nær sama árangri, og það fyrir utan greiðslur úr sérstökum sjóði sem er einungis í karlaboltanum. Karlalið sem vinnur alla sína leiki fær 57,2 milljónir evra í sinn hlut á meðan kvennalið fær 330.000 evrur fyrir sama árangur.
  Samkvæmt ársreikningum tveggja félaga sem keppast um það ár hvert að verða Íslandsmeistarar í knattspyrnu sést að heildartekjur knattspyrnudeilda eru talsvert meiri hjá karlaliðum en kvennaliðum, en karlaliðið er með tæplega 10 sinnum meiri tekjur en kvennaliðið hjá félögunum í þessu verkefni.
  Ef kvennalið frá Íslandi ætlar að ná að bæta almennilega heildartekjur sínar í gegnum þátttöku sína í Meistaradeildinni þá þarf það helst að komast alla leið í úrslitaleikinn. Þar eru upphæðir í boði sem gætu um það bil tvöfaldað heildartekjur kvennaliðsins ef miðað er við þær tekjur sem félagið sem tekið er sem dæmi í þessu verkefni hafði. Fram að úrslitaleiknum má segja að greiðslurnar séu það lágar til kvennaliða að þær dugi vart fyrir gjöldunum sem kostar að koma liðinu í leikina.
  Það sem vakti mesta athygli höfundar, auk hins mikla mismunar á greiðslum milli kynja í keppninni, var að það þarf ekki nema eitt gott tímabil hjá karlaliði frá Íslandi í Meistaradeild Evrópu til að verða með það mikið meira fjármagn á milli handanna en önnur lið á Íslandi að það mætti segja að það væri svokallað svindllið hér á landi. Það eitt að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu myndi skila fastri greiðslu sem myndi margfalda heildartekjur þess félags það árið, svo ekki sé talað um ef liðið myndi ná þeim frábæra árangri að komast alla leið í útsláttarkeppni.

Samþykkt: 
 • 27.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaradeild Evrópu. Fjárhagsleg áhrif á íslensk knattspyrnufélög - Lokaskil!.pdf729.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing á skemmuna.pdf1.7 MBLokaðurYfirlýsingPDF