Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29878
Ritgerðin fjallar um konur með tvígreiningar (e. dual diagnosis) en þær eru hluti þess hóps er flokkast utangarðs í samfélaginu. Megintilgangur ritgerðarinnar er að fá svör við því hvort konur með tvígreiningar njóti lakari þjónustu en karlar með tvígreiningar og þá með tilliti til þeirra búsetuúrræða sem þeim bjóðast hjá sveitarfélögum. Einnig var verið að athuga hvort konur með tvígreiningar mæti öðrum viðhorfum en karlar með tvígreiningar. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við átta einstaklinga sem koma hver með sínum hætti að málefnum fólks með tvígreiningar. Einnig voru skoðuð opinber gögn frá sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og var leitast við að sjá hvernig og hvort konur með tvígreiningar birtust í þessum gögnum. Niðurstöðurnar voru settar í samhengi við kenningar um samtvinnun mismunarbreyta (e. intersectionality) og kenningar mótunarhyggju (e. constructionism) um kyn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að hugmyndir um kyn hafi neikvæð áhrif á stöðu kvenna með tvígreiningar og þar af leiðandi mæta þær öðrum viðhorfum en karlar með sömu greiningu. Þetta birtist á tvenna vegu, þeim býðst ekki neitt langtímabúsetuúrræði af því fólk telur þær hafa flóknari þjónustuþarfir en karlar með tvígreiningar. Annað var að konur með tvígreiningar eru mjög berskjaldaður hópur sem þarf að fá betri þjónustu þar sem þær eiga mikla hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi vegna stöðu sinnar. Í ritgerðinni verða einnig lagðar til hugmyndir að úrbótum í málaflokknum og þjónustu við konur með tvígreiningar í samhengi við þær niðurstöður sem fengust.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokalokalokaskila.pdf | 508 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
anonym3010_doc05538320180427151122.pdf | 276,49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |