is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29879

Titill: 
 • Langtímanotkun svefnlyfja á Íslandi á árunum 2003-2013
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Menn eyða þriðjungi af lífi sínu sofandi og svefn er lífsnauðsynlegur. Svefnleysi er algengur og oft langvarandi sjúkdómur og er talið að 1 af hverjum 4 fullorðnum þjást af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og 10% þeirra skilgreinir það sem langvarandi. Lyfjameðferð er helsta meðferð sem notuð er í dag við svefnleysi og samkvæmt klínískum leiðbeiningum ætti notkun svefnlyfja (Z-lyfja) ekki að vara lengur en í 4 vikur og hjá slævandi lyfjum (BZD-lyfja) er langtímanotkun talin vera 6 mánaða meðferð eða lengur. Samanborið við önnur Norðurlönd hefur Ísland verið fremst í flokki árum saman hvað varðar svefnlyfjanotkun.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna langtímanotkun svefnlyfja á Íslandi á árunum 2003-2013 og er einblínt á þá langtímanotendur sem voru að lágmarki með samfellda svefnlyfjanotkun í áratug. Þessir langtímanotendur eru kannaðir m.t.t. kyns, meðalaldurs, meðaltals DDD/einstakling/ári og dreifingu DDD á milli ára.
  Ópersónugreinanleg gögn voru fengin úr Lyfjagagnagrunni Embætti Land-læknis fyrir árin 2003-2013. Á þessu tímabili var athugaður fjöldi algengisnotenda og langtímanotenda.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að ávísanir á svefnlyf jukust á Íslandi á árunum 2003-2013 og þá mest fyrir Z-lyf. Árið 2013 voru 2,9% af heildarmannfjölda á Íslandi búnir að taka Z-lyf árlega frá 2003. Af þeim sem hófu notkun á Z-lyfjum árið 2004 voru 16% þeirra sem tóku lyfin árlega til 2013. Árið 2013 voru langtímanotendur að meðaltali að fá ávísað stórum árlegum skömmtum (e. Defined daily dose) DDD, karlar 182 DDD og konur 176 DDD af Z-lyfjum og karlar 422 DDD og konur 374 DDD af Z- og BZD-lyfjum samanlagt.
  Meðalaldur langtímanotenda var 55-58 ára við upphaf notkunar og 25% þeirra voru 70 ára og eldri. Algengi svefnlyfjanotkunar á Íslandi er mikil og fólk er að fá stóra skammta ávísað. Konur nota að meðaltali meira af svefnlyfjum samanborið við karla en karlar nota stærri skammta. Meðal langtímanotenda (10 ár) jukust kammtarnir (DDD/ári) á milli ára og þeim langtímanotendum fjölgaði sem voru á of stórum skömmtum miðað við klínískar leiðbeiningar.

Samþykkt: 
 • 30.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð,Skemman,IðunnEva.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_9461.JPG166.72 kBLokaðurYfirlýsingJPG