Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29880
Objective: To explore paediatric patient´s pharmaceutical needs after transitional of care from hospital to community; when taking long term medications.
Methods: Two follow up semi-structured telephone interviews were conducted with parents of children who were discharged on long-term medications from three paediatric wards at Evelina London Children Hospital (ELCH) from 20th February to 10th of April 2018. Interviews were in two parts, five days after the child was discharged from the hospital. Second part was conducted after resupply of medication from the general practitioner (GP). Patient´s characteristic data was collected for analysis and for identification of potential drug related problems (DRPs). Quantitative and qualitative analysis were carried out.
Results: Nineteen participants (median age 2 years (IQR 02.13.2), 68% male) were included. Median length of stay was seven days (IQR 4-14), readmission rate was 21%. Mean number of medications was: at admission 4.1 ± 4.6 (SD), at discharge 6.3 ± 3.8 (SD), after resupply 5.7 ± 4.5 (SD). Majority of patients (90%, n=17/19) were prescribed unlicensed medications at discharge and the liquid formulations were 63% of medication prescribed. Problems described by parents in the first part were related to; medications and discharge process. Problems described by parents in the second part were associated; with the GP and the community pharmacy (CP). A total of 22 DRPs were identified and affected 58% (n=11/19) of patients. Types of DRPs were; drug form problems (27%, n=6/22), drug use problems (36.3%, n=8/22) and “other” problems (18%, n=4/22). Majority of DRPs (95%, n=21/22) were preventable.
Conclusions: This study identified issues that children and parents face during transition from hospital to home. This study also identified DRPs that patients experience in the hospital setting and at transition to the community, in addition to the high degree of preventability of DRPs.
This study showed a significant proportion of parents had issues with their child´s medications, particularly around acceptability to the child and administration. CP rarely provided informations when supplying medications. There is confusion among parents regarding who to contact post discharge.
Markmið: Að skoða lyfjafræðilegar þarfir barna sem útskrifast á lyfjum ætluðum til langtíma, eftir útskrift af sjúkrahúsi.
Aðferð: Tvö hálfstöðluð eftirfylgni viðtöl voru gerð við foreldra barna sem voru útskrifuð á lyfjum ætluð til langtíma notkunar af þremur deildum á Evelina London Children Hospital (ELCH) á tímabilinu 20. febrúar til 10. apríl 2018. Viðtölin voru framkvæmd í tveimur hlutum. Fyrsta viðtal við foreldra var tekið fimm dögum eftir útskrift barns frá spítalanum. Seinni hluti viðtalanna var framkvæmdur fjórum vikum eftir útskrift barns af spítalanum eða eftir að foreldri hafði fengið áfyllingu af lyfjum barnsins frá heimilislækni (GP). Upplýsingar um sjúklinga var safnað til greiningar og fyrir skimun á lyfjatengdum vandamálum (e. Drug related problems). Eigindlegar og megindlegar greiningar voru framkvæmdar á rannsóknargögnunum.
Niðurstöður: 19 þátttakendur (miðgildi aldurs 2 ár, IQR 0.2-13.2, 68% voru karlkyns). Miðgildi dvalartímans á sjúkrahúsi var sjö dagar (IQR 4-14), endurinnlagnir voru 21%. Meðalfjöldi lyfja var; við innskráningu 4.11 ± 4.6 (SD), við útskrift 6.3 ± 3.8 (SD) og eftir áfyllingu frá heimilislækni 5.7 ± 4.5 (SD). Nánast allir sjúklingar (90%, n=17/19) voru útskrifaðir á lyfjum án markaðsleyfis og var 63% af lyfjunum í vökvaformi. Vandamál sem foreldrar greindu frá í fyrri hlutanum voru flokkuð eftir því hvort þau tengdust lyfjunum eða útskriftinni af sjúkrahúsi. Vandamál í seinni hlutanum voru flokkuð sem; vandamál tengd apóteki og tengd samskiptum við heimilislækni.
Lyfjatengd vandamál voru 22 talsins og höfðu áhrif á 58% (n=11/19) sjúklinga. Algengustu lyfjatengdu vandamálin voru: lyfjaformin eða 27% (n=6/22) af öllum vandamálum, notkun lyfs 36.4% (n=8/22) og "önnur vandamál" voru um 18.2% (n=4/22). Um 95% af lyfjatengdum vandamálum í þessari rannsókn hefði verið hægt að koma í veg fyrir.
Ályktanir: : Þessi rannsókn sýndi fram á lyfjatengd vandamál sem og önnur vandamál sem börn og foreldrar þeirra lenda í við útskrift af sjúkrahúsi og heima. Auk þess, hversu hátt hlutfall lyfjatengdra vandamála hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Stór hluti foreldra lenti í vandræðum með lyf barna sinna, aðalega þá í kringum lyfjagjafir. Vakin var athygli á að apótekin gáfu sjaldan leiðbeiningar um lyf barns og að það ríkti óvissa meðal foreldranna varðandi við hvern ætti /mætti hafa samband við, eftir að barn útskrifast af spítala.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
understandp-sigurjón.pdf | 1,34 MB | Lokaður til...01.06.2028 | Heildartexti | ||
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna sigurjón.pdf | 224,51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |