is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29881

Titill: 
 • Valréttarsamningar og skattar. Skattlagning valréttarsamninga sem mönnum hlotnast vegna starfa sinna.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Uppúr1990 fór að bera á því að íslensk fyrirtæki veittu starfsmönnum sínum valrétt um kaup á hlutabréfum, oft nefnt kaupréttur, og síðar um rétt til sölu á hlutabréfum, svokallaðan sölurétt. Tekjur sem starfsmönnum hlotnuðust í tengslum við ívilnandi kaup- og söluréttarsamninga höfðu ekki komið til kasta skattyfirvalda eða dómstóla í miklum mæli fyrir þann tíma.
  Ritgerð þessi fjallar um skattlagningu tekna sem koma til vegna valréttarsamninga sem mönnum hlotnast vegna starfa sinna. Rætt er um tvær tegundir valréttarsamninga, kaupréttarsamninga og söluréttarsamninga. Einnig er fjallað um tekjur og hvernig þær geta myndast hjá starfsmanni sem kaupir hlutabréf samkvæmt kaupréttarsamningi við vinnuveitanda sinn. Þá er skoðað hvernig og við hvaða aðstæður söluréttarsamningar geta myndað tekjur hjá starfsmanni sem gerir slíkan samning við vinnuveitanda sinn. Farið er í gegnum dóma- og úrskurðarframkvæmd og skrif fræðimanna um efnið.
  Litið er á kaup- og söluréttarsamninga sem starfsmönnum hlotnast sem hlunnindi. Verulegu máli skiptir fyrir starfsmanninn hvort kaupréttur er veittur á grundvelli 9. eða 10. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Ef kaupréttur er veittur á grundvelli 9. gr. eru hlunnindin skattlögð sem laun en ef kauprétturinn er veittur á grundvelli 10. gr. eru hlunnindin skattlögð sem fjármagnstekjur. Kaupréttarsamningar geta myndað tekjur sem eru mismunur á kaupréttarverði og gangverði.
  Ekkert er fjallað um söluréttarsamninga í tekjuskattslögunum. Því gilda almennar reglur um mat á tekjum þegar kemur að söluréttarsamningum. Söluréttarsamningar geta myndað tekjur með tvennu móti, við veitingu söluréttarins vegna þeirrar tryggingar sem söluréttur veitir og við nýtingu söluréttarins, sem mismunur á gangverði og söluréttarverði.
  Einnig er fjallað um söluréttarsamninga þar sem veitandi söluréttarins hefur kauprétt á hlutabréfunum við tilteknar aðstæður. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að við það að losna undan viðjum kaupréttar veitanda söluréttar geti myndast tekjur hjá starfsmanni. Tekjurnar eru í þannig tilfellum mismunur á kaupréttarverði því sem veitandi söluréttarins gat neytt kaupréttarins fyrir og gangverði á þeim tíma sem kaupréttur veitanda söluréttarins féll niður.
  Fyrir gildistöku laga nr. 79/2016 voru tekjur af kaupréttarsamningum skattlagðar við nýtingu þeirra, þ.e. þegar kaupin áttu sér stað. Tekjur vegna söluréttarsamninga gátu fyrir gildistöku sömu laga verið skattlagðar á samningsdegi vegna tryggingarverndarinnar og við nýtingu hans. Samningar þar sem starfsmanni hlotnast tekjur við það að losna undan viðjum kaupréttar veitanda söluréttar voru skattlagðar þegar starfsmaðurinn losnaði undan viðjum kaupréttar.
  Með gildistöku laga nr. 79/2016 er skattlagningu tekna vegna kaup- og söluréttarsamninga frestað þar til viðkomandi hlutabréf eru seld.

Samþykkt: 
 • 30.4.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_BLT.pdf790.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.pdf43.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF