is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29885

Titill: 
  • Hagræn stjórntæki í íslenskum umhverfis- og auðlindarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnvöld hafa síðustu áratugi beitt hagrænum stjórntækjum (e. economic instruments) til að draga úr og koma í veg fyrir óæskileg umhverfisáhrif. Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um íslensk lagaákvæði sem innihalda hagræn stjórntæki og hlutverk þeirra við að ná markmiðum í umhverfismálum. Með hagrænum stjórntækjum í umhverfis- og auðlindarétti beita stjórnvöld yfirleitt efnahagslegum hvötum, til að breyta hegðun einstaklinga eða lögaðila í umhverfisvænni átt, þannig ná megi markmiðunum. Hagræn stjórntæki hafa kosti og galla og veita ekki töfralausn við öllum umhverfisvandamálum. Í ljósi framangreinds er meginviðfangsefni ritgerðarinnar að greina, skýra og flokka íslensk lagaákvæði sem innihalda hagræn stjórntæki og meta hvort og hvernig þau nýtast við að ná markmiðum á sviði umhverfis- og auðlindaréttar. Helstu tegundir hagrænna stjórntækja eru: umhverfis- og auðlindaskattar, umhverfis- og auðlindagjöld, niðurgreiðslur og styrkir, innborgunar- og endurgreiðslukerfi, framseljanlegar nýtingarheimildir og refsiákvæði sem hvetja eiga lögaðila og einstaklinga til að fara að lögum á sviði umhverfis- og auðlindaréttar. Allar framangreindar tegundir hagrænna stjórntækja er að finna í íslenskum lögum.

Samþykkt: 
  • 30.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagraen stjorntaeki i islenskum umhverfis- og audlindaretti.pdf861.29 kBLokaður til...01.04.2138HeildartextiPDF
yfirlysing-magnea.pdf26.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF