is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29887

Titill: 
  • 41. gr. a. samkeppnislaga um refsiábyrgð einstaklinga. Álitaefni um skýrleika refsiheimildarinnar með hliðsjón af dómi Hæstaréttar frá 1. desember 2016 í máli nr. 360/2015
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með auknum rannsóknum, fræðslu og áherslubreytingum, m.a. innan Efnahags- og framfarastofnunar OECD, hefur orðið afhjúpun á skaðsemi og alvarleika samráðsbrota milli keppinauta. Til að sporna við þeim mikla skaða sem af þeim hlýst, hefur verið lögð áhersla á að leggja þurfi þung viðurlög við slíkum brotum, sem ná bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Á þeim grundvelli var refsiákvæði samkeppnislaga í 41. gr. a. lögfest og var skýr sá vilji löggjafans að auka ábyrgð starfsmanna og stjórnarmanna fyrirtækja á sviði samkeppnisréttar.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar snýr að því að kanna inntak og gildissvið 41. gr. a. skl. Hingað til hefur ákvæðinu aðeins einu sinni verið beitt í framkvæmd og ekki er að finna umfjöllun um inntak þess í fræðiskrifum, nema að takmörkuðu leyti. Þá var einnig markmið ritgerðarinnar að varpa ljósi á það hvort ákvæði 41. gr. a. skl. uppfylli kröfur 69. gr. stjskr. og 7. gr. MSE um að vera skýr og fyrirsjáanleg refsiheimild. Við þá afmörkun var sérstaklega litið til Hrd. 1. desember 2016 (360/2015) þar sem átta starfsmenn Húsasmiðjunnar ehf. og Byko ehf. voru sakfelldir fyrir ólögmætt samráð.
    Sú grundvallarregla gildir í öllum réttarríkjum að lög skulu vera skýr, aðgengileg og fyrirsjáanleg. Segja má að grundvallarreglan sé hvergi mikilvægari en þegar tekin er ákvörðun sem snýr að frelsi mannsins og því hafa verið gerðar strangar kröfur til skýrleika refsiheimilda. Í því felst að verknaðarlýsing refsiákvæða þarf að vera skýr, þannig að ljóst sé hvaða háttsemi falli þar undir og varði refsingu. Svo skýr lagaákvæði að engum vafa er undirorpið hvað undir þau falla er þó ómögulegt að smíða, enda krefjast lög þess á sama tíma að vera sveigjanleg. Við afmörkun á því hvort 41. gr. a. skl. stæðist kröfur kröfur 69. gr. stjskr. og 7. gr. MSE um skýrleika refsiheimilda var litið til skýringa og sjónarmiða sem beitt hefur verið hér á landi sem og til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Samþykkt: 
  • 30.4.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir.pdf807.06 kBLokaður til...01.12.2040HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf334.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF