is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29889

Titill: 
  • "Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs" Um veðurfar í ljóðum Jóns Óskars
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er hugað að veðurfari í ljóðum Jóns Óskars. Veðrið er ríkur þáttur í ljóðum skáldsins allt frá fyrstu bók hans, Skrifað í vindinn (1953) til hinnar síðustu, Hvar eru strætisvagnarnir? (1995). Náttúrufyrirbæri og umhverfi geta öðlast ákveðna merkingu í ljóðum Jóns Óskars. Þau hafa áhrif á og endurspegla líðan og hugsanir mannanna. Sólin sendir geisla sína til jarðarinnar og það virðist sem hún reyni ávallt að gera heiminn betri. Vindurinn getur verið verndandi, þrátt fyrir að vera háskalegt náttúruafl. Byltingarstormar geisa og léttur andvari leikur sér. Kuldinn bítur jafnt á Íslandi sem í Frakklandi. Stundum stendur ógn af snjónum, en hann getur líka verið friðarsnjór. Regnið er fagnaðar- og frelsisregn og einnig getur það vakið upp einmanaleika og sorg. Veðrið ríkir úti í náttúrunni en ekki síður innra með einstaklingnum, þar sem það endurspeglast í ákveðnu sálarástandi eins og hræðslu. Milli þess sem veðuröflin eru þögul ræða þau um landsins gagn og nauðsynjar. Veðrið í ljóðum Jóns Óskars tengist oft skynjun og upplifun á tónlist og endurspeglar næmi hans og samkennd gagnvart öllu lífi og virðingu fyrir náttúrunni. Einnig samlíðun hans með hinum minnstu meðbræðrum og systrum og tilfinningu fyrir hinu smágerða og viðkvæma.

Samþykkt: 
  • 2.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð, lokaskil á pdf - Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson.pdf823.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Hólmsteinn Eiður 080172-4359.pdf377.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF