is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2989

Titill: 
  • Femínismi og frelsi: Greining á feminískum sjónarmiðum í þjóðmálaumræðu samtímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er greining á feminískum áherslum í þjóðmálaumræðu samtímans. Femínismi og femínistar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir áherslur sínar og aðgerðir í gegn um tíðina. Neikvæða umræðan hefur síst farið minnkandi og verið afar áberandi undanfarin ár. Hér er umræðan um femínisma skoðuð í samhengi við stjórnmálaumræðu- og umhverfi síðustu ára með það að markmiðið að finna tengsl þar á milli. Fjallað verður almennt um femínisma s.s. mismunandi áherslur og þróun. Rætt er um Femínistafélag Íslands, sögu þess, hverjar eru helstu áherslur þess og aðferðir og hvernig meðlimir þess beita sér í jafnréttismálum. Tímabilið, sem ritgerðin nær til, afmarkast nokkurn veginn við stofnun félagsins árið 2003 og nær til samtímans. Næsta öruggt má telja að stjórnmál hafi töluverð áhrif á þjóðmálaumræðu og hugarfar. Fjallað er um jafnréttisáherslur þeirra stjórnmálaflokka sem áttu sæti á Alþingi á tímabilinu sem um ræðir til að leiða í ljós hver munurinn sé eftir því hvar flokkarnir eru staðsettir í hinu pólitíska litrófi. Þá eru teknir fyrir þrír málaflokkar sem hafa verið áberandi í jafnréttisumræðunni. Í fyrsta lagi kynjaskipting starfa og launamunur kynjanna, í öðru lagi sértækar aðgerðir og að síðustu klám og vændi. Rætt er um feminískar áherslur í þessum málum og gerð grein fyrir mótrökum þeirra sem gagnrýna femínista fyrir að beita sér í þessum málum.
    Helstu niðurstöður eru þær að svo virðist sem spenna hafi myndast milli femínisma og frjálshyggju sem átti mjög upp á pallborðið hér á landi undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn sat í ríkisstjórn frá 1991 til 2009 sem hafði í för með aukna frjálshyggju í stjórnarfari s.s. með einkavæðingu og sívaxandi frjálsu markaðskerfi. Ýmislegt bendir til þess að aukin áhersla á frjálshyggju geti leitt til vaxandi andstöðu við femínisma. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju virðast líklegri en aðrir til að vera andsnúnir feminískum áherslum og aðgerðum þar sem þeir telja slíkt í mörgum tilfellum vera aðför að frelsi einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_fixed.pdf362.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna