is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29891

Titill: 
  • Íslensk tunga í tæknimiðuðu samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar eru áhrif enskrar tungu innan tækninnar á málkunnáttu íslenskra barna sem og á íslenska tungu í heild. Einkum er sjónum beint að áhrifum aukinnar snjalltækja- og netnotkunar íslenskra barna, litið til vangaveltna fræðimanna um stöðu íslenskrar tungu í tæknimiðuðum heimi, ásamt ígrundunum um hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér í þessum efnum.
    Í tengslum við verkefnið var gerð rannsókn á þremur börnum á aldrinum 6-8 ára. Markmið rannsóknarinnar var að kanna málkunnáttu barnanna á ensku og hvort tæknin geri það að verkum að börnin búi yfir ákveðinni þekkingu á enskri tungu. Því var lagt fyrir þau próf sem tók mið að enskum orðaforða og hlustun á ensku. Foreldrar voru einnig spurðir um daglega netnotkun barnanna og málkunnáttu þeirra á íslensku. Út frá þessum upplýsingum var lagt mat á það hvort börn séu að læra ensku með áhorfi á enskt afþreyingarefni og hvort málkunnáttu þeirra á móðurmálinu hafi orðið meint af sökum þess. Vert er að benda á að niðurstöður enduspegla ekki enskukunnáttu íslenskra barna almennt, sökum fárra þátttakenda í rannsókninni. Rannsóknin getur þó talist ágætis stuðningur við fræðilega umfjöllun höfundar og getur jafnframt gefið ákveðnar vísbendingar um áhrif snjalltækjavæðingarinnar á málkunnáttu barna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til töluverðrar þekkingar barnanna á enskum orðaforða sem og hlustun á ensku. Þetta er vel í takt við fræðilega umfjöllun ritgerðarinnar, en börn eru mjög móttækileg fyrir tungumálum á þessum aldri. Ensk áhrif innan málumhverfisins setja því greinilega mark sitt á orðaforða íslenskra barna.
    Einnig er vert að huga að langtímaafleiðingunum sem aukin snjalltækja- og netnotkun kann að hafa á þjóðtunguna í heild sinni. Málumhverfi Íslendinga hefur tekið allmiklum breytingum á síðastliðnum árum þar sem enskan er orðin ráðandi á ýmsum sviðum. Enskunotkun er orðin mun gagnvirkari en áður og viðtakendur orðnir yngri. Þetta hefur þau áhrif að staða íslenkunnar hefur veikst og er nú óræðari en áður.

Samþykkt: 
  • 2.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_fullunnin.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_18.pdf433.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF