is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/299

Titill: 
  • Að velja og hafna er mikil list en við verðum að vita hvað kemur fyrst : könnun á notkun og viðhorfi til aðalnámskrár og inntaki kennslu hönnunar og smíða í þremur grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Kennaraháskóla Íslands.
    Ritgerðin byggir annars vegar á fræðilegri umfjöllun um aðalnámskrá og kenningar í uppeldis- og kennslufræði tengdar verklegri kennslu. Hins vegar er um að ræða viðtalsrannsókn sem lögð var fyrir smíðakennara í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2007. Þar voru viðhorf þriggja kennara í grunnskólunum könnuð með tilliti til náms og kennslu í verkgreinum sem og afstaða þeirra til aðalnámskrárinnar 1999, þeim hluta er varðar hönnun og smíði.
    Helstu niðurstöður sýna að kennsla í hönnun og smíði fer mjög misjafnlega fram og hugmyndir kennara um greinina eru ólíkar. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að bæði aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrár skólanna eru frekar lítið notaðar og viðhorf kennaranna til þeirra er ekki eins og best væri á kosið. Viðhorf til kennslu hönnunar og smíða er misjöfn sem og kennslan sjálf og virðist munurinn einkum stafa af nokkuð ólíkum hugmyndum kennaranna um starfið. Það er ósk okkar undirritaðra að niðurstöðurnar geti nýst í skólastarfi bæði fyrir smíðakennara, skólastjórnendur og aðra sem starfa í grunnskólum.

Samþykkt: 
  • 10.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf281.11 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf111.7 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna