is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29903

Titill: 
  • Frelsisskerðing og sjálfsvíg. Um sjálfræði einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvenær leyfist samfélaginu að skerða frelsi einstaklings sem er í sjálfsvígshugleiðingum? Frelsisskerðing er vandmeðfarið inngrip í líf fólks og sé athafnafrelsi einstaklings skert af tilefnislausu er það alvarlegt brot á mannréttindum. Þegar einstaklingur sýnir merki um alvarlegan sjálfsskaða eða aðra tilburði til sjálfsvígs er frelsisskerðing almennt álitin réttmætt inngrip. Hugsunin þar er að raunverulegur vilji viðkomandi felist ekki í löngun til að deyja, honum sé ekki sjálfrátt með ákvörðun sinni og því er komið í veg fyrir hana með valdi. En er ótvírætt að ákvörðun um sjálfsskaða geri viðkomandi ófæran um að stjórna eigin örlögum?
    Í ritgerðinni eru skoðuð þau siðferðilegu rök sem mæla með eða gegn frelsisskerðingu til að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Rök með frelsisskerðingu ganga út á að lífið skuli njóta vafans umfram frelsi til athafna og styðjast þau við rannsóknir sem sýna að fórnarlömbum sjálfsvíga sé ekki sjálfrátt með ákvörðun sinni, yfirleitt sökum alvarlegs geðsjúkdóms. Rök gegn frelsisskerðingu í sjálfsvígstilfellum hampa einstaklingsfrelsinu og réttinum til að deyja, frelsisskerðing séu tilburðir í anda forræðishyggju sem grafi undan gerhæfi einstaklingsins.
    Færð eru rök fyrir eftirfarandi niðurstöðu: Frelsissvipting er réttmætt inngrip í sjálfsvígstilfellum þar sem viðkomandi er ósjálfrátt með ákvörðun sinni. Ef rými til frelsissviptingar er of mikið, sé hins vegar hætta á að skaðvaldandi inngripi sé ranglega beitt í tilfellum þar sem sjálfsvíg er rökleg og yfirveguð ákvörðun einstaklings. Taka þarf mið af því að óskin um að fá að deyja geti verið sjálfráða ákvörðun og að frelsisskerðingu sé eingöngu beitt að vandlega yfirlögðu ráði.

Samþykkt: 
  • 2.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf642.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Frelsisskerðing og sjálfsvíg.pdf444.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna