is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29905

Titill: 
  • Er Alþingi stimpilstofnun? Áhrif þingnefnda Alþingis á lagasetningu
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hversu mikil áhrif Alþingi hafi á lagasetningu og er sjónum sérstaklega beint að þingnefndum Alþingis. Rannsóknin sem hér hefur verið gerð snýr að því að reikna út mat á breytingum sem frumvörp taka í meðferð þingsins. Skoðað er hversu mikið frumvörpum var breytt áður en þau voru samþykkt sem lög á þremur tilteknum þingum: 139. þingi, sem stóð frá 2010 til 2011, 140. þingi, sem stóð frá 2011 til 2012, og 145. þingi, sem stóð frá 2015 til 2016. Breytingarstuðull er reiknaður út fyrir frumvörpin og hann notaður til þess að meta áhrif þingnefnda og þar með þingsins.
    Aðaláherslan í þessari rannsókn er því lögð á þingnefndir. Farið er yfir hvers konar nefndir þetta eru, hvernig valið er í þær, hversu lengi nefndarmenn sitja, hvaða völd þær hafa og hvernig þær vinna. Fyrst almennt en síðan er sérstaklega farið yfir nefndir á Alþingi.
    Fyrst er farið yfir það umhverfi sem nefndirnar búa við, hvað það er sem hefur áhrif á hvernig nefndakerfið er uppbyggt og hvaða völd þeim eru færð. Skynsemiskenningar (rational choice theory) eru skoðaðar og farið yfir muninn á milli forseta- og þingræðis. Umboðskenningin verður einnig til skoðunar.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að þingnefndir Alþingis hafi áhrif á lagasetningu. Nefndirnar hafa völd til þess að hafa áhrif og frumvörpin taka breytingum í meðferð þingsins.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis seeks to answer the question of how much impact the Icelandic parliament Alþingi has on legislation by looking closely at the parliamentary committees and their powers. An emphasis was put on calculating the changes that were made to the bills, which were introduced to Alþingi. This was achieved by counting the numbers of words in the bills and comparing the word count to that of the in final bill of law as well as counting the numbers of new words and deleted words.
    The main subject of this thesis is the parliamentary committees. The theoretical chapter begins by discussing the environment and systems that the parliamentary committees are formed under and operate within. The difference between parliamentarism and presidentialism and the chain of delegation is looked at and theories of rational choice are used to shed some light on why we choose to delegate power.
    There are many different kinds of parliamentary committees. They have different powers, working methods and different roles to a degree. In the theoretical chapter the different parliamentary groups are looked at in general before the focus is shifted onto the Icelandic committees specifically.
    The conclusion of this thesis is that the Icelandic parliament Alþingi has an impact on the legislation. The parliamentary committees in Alþingi have powers and they do change and amend the bills that are introduced to Alþingi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er Alþingi stimpilstofnun. Áhrif þingnefnda Alþingis á lagasetningu.pdf709,93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingfyrirSkemmu_HildurEdwald.pdf259,51 kBLokaðurYfirlýsingPDF