is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29906

Titill: 
  • Nægir borð, stóll, net og kaffi? Fjarnám á háskólastigi á Austurlandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er um eigindlega rannsókn sem gerð var um upplýsingamiðlun og upplýsingaöflun um háskólanám á Austurlandi. Skoðað var hvernig upplifun þátttakenda er að aðgengi að upplýsingum um nám og hvað verðandi fjarnemar í háskóla telja sig þurfa að vita áður en ákvörðun um að hefja nám er tekin. Tekin voru viðtöl við átta konur sem allar hyggja á háskólanám í náinni framtíð. Tilgangurinn er að varpa ljósi á með hvaða hætti fólk aflar sér upplýsinga. Hvaða leiðir fer fólk í upplýsingaleit og hvaða þætti má bæta í upplýsingagjöf til verðandi háskólanema. Einnig verður skoðað hvað veldur því að fólk sem langar í nám, dregur það að byrja.
    Samkvæmt niðurstöðum þarf að bæta upplýsingagjöf til verðandi háskólanema. Að hefja háskólanám er stór og mikil ákvörðun fyrir fólk sem er komið með miklar skuldbindingar, oft börn og og jafnvel búið að festa kaup á húsnæði.
    Fyrirkomulag á námslotum er flestum ofarlega í huga varðandi fjarnám. Mikilvægi þeirra og kostnaður þeim tengdum, til dæmis gisting og ferðakostnaður. Auk þess vinnutap á meðan viðkomandi er í skólanum. Það kom fram að fólk treystir ekki öllum upplýsingum sem það finnur á netinu og finnst þær ekki fullnægjandi. Mannlegi þátturinn, að tala við aðra um námsgreinar og námsframvindu er flestum nauðsynlegur við ákvarðanatöku varðandi fjarnám á háskólastigi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MIS lokaverk. Guðrún Gunnarsdóttir M..pdf666,8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirl. skemman GGM.pdf429,23 kBLokaðurYfirlýsingPDF