en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29907

Title: 
  • Title is in Icelandic Beljur og beinleysingjar: Ragnars saga loðbrókar í karnivalísku ljósi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður Ragnars saga loðbrókar til umfjöllunar, nánar tiltekið þáttur Ívars beinlausa Ragnarssonar og kýrinnar Síbilju. Sá þáttur hefur ekki að ráði verið greindur út frá bókmenntafræðilegum kenningum og bætir eftirfarandi ritgerð úr því. Lagt er til að þáttinn megi skoða með hliðsjón af grundvallarkenningum rússneska fræðimannsins Mikhails Bakhtins um karnival og grótesku. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar eru kenningar Bakhtins reifaðar stuttlega, sem og notkun þeirra í samhengi íslenskra miðaldabókmennta, og jafnframt sýnt hvernig þeim má beita á aðrar tegundir sagna en áður hefur verið gert.
    Lesendur eru kynntir fyrir Ívari beinlausa og Síbilju í öðrum kafla meginmálsins, þar sem rök eru leidd að því að Ívar megi túlka sem karnivalíska hetju og Síbilju sem samsvarandi andstæðing. Að teknu tilliti til rannsóknarsögu þeirra beggja og hlutverka innan texta Ragnars sögu eru fyrri kenningar sem lúta að þessu sérkennilega pari endurskoðaðar, með sérstakri áherslu á hin karnivalísku og grótesku einkenni þessara persóna. Í þriðja og síðasta kafla eru Ívar og Síbilja síðan leidd saman í nákvæmri bókmenntagreiningu á átökum þeirra, þar sem m.a. verða dregnar fram kynferðislegar skírskotanir átakanna, sem lítill gaumur hefur verið gefinn hingað til. Að lokum er sýnt hvernig Ragnars saga nær sínum karnivalíska hápunkti í þætti Ívars og Síbilju, þar sem hefðbundnar siðakreddur liggja á milli hluta og gróteskir líkamar eru í algleymingi.

Accepted: 
  • May 3, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29907


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Beljur og beinleysingjar.pdf612.21 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlysing_Arni_David_Magnusson.pdf578.39 kBLockedYfirlýsingPDF