is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29909

Titill: 
  • Ímyndir hreinleika íslenskrar náttúru í umhverfisorðræðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslensk náttúra er stór hluti af ímynd þjóðarinnar. Hún hefur m.a. verið notuð til þess að markaðsetja landið erlendis og styrkja ákveðnar hugmyndir í sjálfstæðisbaráttunni. Þegar ímyndir íslenskrar náttúru eru kannaðar frekar er ljóst að ákveðin stef koma oft fyrir. Mikið hefur verið fjallað um hve einstök hún sé og gjarnan minnst á óspillta eiginleika hennar. Þessi stef er hægt að tengja við hugmyndir mannfræðingsins Mary Douglas um hreinleika. Þær gætu verið hjálplegar til þess að kanna þá orðræðu sem sköpuð hefur verið um íslenska náttúru. Samkvæmt Douglas eru óhreinindi þau fyrirbæri sem passa ekki inn í ákveðin samhengi. Hugmyndir um óhrein fyrirbæri geta gefið ýmislegt til kynna um þau samfélög þar sem slíkar hugmyndir verða til. Dæmi um þessar hreinleikahugmyndir er hægt að finna víða í ímyndum íslenskrar náttúru. Í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga koma slík stef m.a. fram í umræðum um sérstöðu í náttúrufari landsins. Í vistfræðilegri umræðu getur skapast orðræða um hvaða tegundir eigi heima innan ákveðinna kerfa. Í því samhengi hafa ákveðnir hagsmunahópar reynt að skapa neikvæðar ímyndir sem tengjast þjóðernishyggju máli sínu til stuðnings. Í ferðamannaiðnaðinum er landið einnig markaðsett á ákveðinn hátt þar sem mikið er notast við orðræðu sem snýr að óspilltum eiginleikum landsins og einstakri náttúrufegurð. Það er því athyglisvert að kanna hvernig hugmyndir um hreinleika hafa að vissu leiti orðið einkennandi fyrir íslenska náttúru. Þær ímyndir sem við koma íslenskri náttúru eru ekki endilega sjálfgefnar heldur eiga sér uppruna í mismunandi ferlum og þjóna yfirleitt einhverjum tilgangi, og oft á tíðum eru þær mótaðar á röngum forsendum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð - Guðmundur Ari.pdf468 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis Guðmundur Ari.pdf102.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF