is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29916

Titill: 
  • Ákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um peningaþvætti. Að ósi skal á stemma.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Baráttan gegn peningaþvætti hefur varað lengi og verið samofin baráttunni gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi. Með tilkomu alþjóðavæðingar hefur starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka gjörbreyst og möguleikarnir aukist og er nú vaxandi vandamál víða um heim, enda einkennist hún af tæknivæðingu, fagmennsku, skipulagningu og nær ótakmörkuðum fjárráðum. Ábati skipulagðrar brotstarfsemi er aðalhvati þátttakenda í henni og það sem knýr hana áfram. Til að geta notið ávinningsins þurfa hóparnir að þvætta fjármunina og með tilkomu internetsins hafa möguleikar til þess stórum aukist. Skipulagðir glæpahópar hafa aðlagast breyttum tímum og markaðslögmálum, víkkað út starfsemi sína og færa sig nú tímabundið milli afbrotategunda eftir því hvar mests ávinnings er að vænta hverju sinni. Áhrif hins mikla magns ólögmæts fjár sem streymir inn í lögmæta hagkerfið eru mjög neikvæð og bjóða heim hættunni á spillingu.
    Íslendingar hafa ekki farið varhluta af fjölþjóðlegum skipulögðum glæpahópum og hafa nokkrir hreiðrað um sig á Íslandi. Í lagasetningu gegn peningaþvætti hefur orðið töluverð þróun en betur má ef duga skal. Vilji menn ná árangri skal ráðast að rótum vandans sem er hinn mikli ávinningur starfseminnar því rjúfa þarf vítahring ávinnings og afbrota.
    Í ritgerðinni er fjallað um ákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fjallað er um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu og samræmingar löggjafar á milli ríkja á vettvangi peningaþvættis og helstu áfangar í þeirri baráttu skoðaðir. Þá er aðdragandi lögfestingar íslenska ákvæðisins um peningaþvætti kannaður, rýnt í þróun ákvæðisins og fjallað um þýðingu breytinga þess og skoðuð önnur löggjöf á sviði peningaþvættis.
    Fjallað er um 264. gr. hgl., peningaþvætti skilgreint og brotið flokkað. Rýnt er í efnislegt inntak ákvæðisins og það borið saman við norska peningaþvættisákvæðið og danska hylmingarákvæðið. Loks er sjónum beint að huglægum skilyrðum brots gegn 264. gr. hgl. með sérstakri áherslu á lægsta stig ásetnings, dolus eventualis. Rannsakað er hvernig dómstólar hafa metið huglæg skilyrði gerenda í slíkum brotum og skoðað hvort fulls samræmis gæti í mati þeirra. Jafnframt er norsk og dönsk dómaframkvæmd könnuð í sama tilgangi.
    Fjallað er um viðurlög og ákvörðun refsingar þegar brotið hefur verið gegn ákvæðinu og áherslan lögð á þau atriði sem dómarar líta til við ákvörðun refsingar. Könnuð er dómaframkvæmd þar sem reynt hefur á brot gegn ákvæðinu bæði á Íslandi, Noregi og Danmörku. Að lokum er litið til framkvæmdar í baráttunni gegn peningaþvætti og helstu fjölþjóðlegu löggæslustofnana sem íslensk löggæsluyfirvöld eiga samstarf við og hvernig Ísland hefur staðið sig í baráttunni gegn peningaþvætti.

Samþykkt: 
  • 3.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MagJur-RebekkaRanSamper.pdf1,74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing um medferd verkefnis.pdf323,43 kBLokaðurYfirlýsingPDF