Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2992
Kuldavirk ensím hafa meiri hvötunargetu og eru óstöðugri en samsvarandi prótein í lífverum sem lifa í meðalheitu umhverfi. Rannsóknir á þeim gætu gefið vísbendingar um það hvaða þættir í byggingu og eiginleikum ensíma ráða hvötunarhæfni þeirra. Verkefninu sem hér er til umfjöllunar er ætlað að leggja til frekari upplýsingar um það hvaða þættir ráða þessum eiginleikum.
Framkvæmdar voru stökkbreytingar á kuldavirka og tvíliða ensíminu alkalískum fosfatasa úr Vibrio örveru. Ein þeirra olli myndun tvísúlfíðbrúar milli eininganna tveggja. Hún olli minnkaðri hvötunarvirkni en hafði lítil áhrif á heildarstöðugeika ensímsins. Stöðugleiki hvarfsetsins minnkaði hins vegar umtalsvert. Hugsanlega má rekja þessa niðurstöðu til þess að hreyfanleiki á mótum einliðanna í ensíminu minnki sem hindrar losun fosfats við vatnsrofsaðstæður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
alsteinsson_fixed.pdf | 2.95 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |