is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29924

Titill: 
  • Brot og viðurlög vegna brota á mengunarvarnalöggjöfinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hefur kastljósið í auknum mæli beinst að umhverfisvernd sem er að margra mati eitt stærsta verkefni samtímans. Í því skyni að varðveita þau gæði sem felast í heilnæmu umhverfi og koma í veg fyrir varanlegan skaða á náttúrunni, er nú reynt að samþætta umhverfissjónarmið við lagasetningu og ákvörðunartöku en ýmis lög hafa verið sett um hvernig samskiptum mannsins við umhverfi sitt skuli háttað. Í ritgerðinni er fjallað um mengunarvarnalöggjöfina með áherslu á lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir sem hafa oft verið talin megin löggjöfin á mengunarvarnarsviði. Farið er yfir þau úrræði sem stjórnvöld geta gripið til þegar farið er á svig við mengunarvarnalöggjöfina, þá sérstaklega þau úrræði sem Umhverfisstofnun hefur heimild til að beita á grundvelli laga nr. 7/1998. Leitast er við að varpa ljósi á hugtakið frávik sem hefur verið notað um tiltekin brot, m.a. á ákvæðum laga nr. 7/1998. Eftirlitsskýrslur og ákvarðanir Umhverfisstofnunar frá 2011–2017 voru greindar og skoðað hvaða framkvæmd eða hegðun teldist vera frávik. Einnig er fjallað um hvort hugtakið eigi einungis við þegar stjórnsýsluúrræðum laganna verður beitt eða hvort það hafi víðtækari skírskotun en sérstaklega er kannað hvort frávik geti talist refsivert brot. Farið er yfir refsiákvæði laganna og athugað hvernig þeim hefur verið beitt í framkvæmd og skoðað hvort úrbóta sé þörf á viðurlagakafla laganna.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frigg Thorlacius-final.pdf997.59 kBLokaður til...01.05.2050HeildartextiPDF
SKEMMAN.pdf302.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF