is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29926

Titill: 
  • Sjúkdómavæðing í skólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um fjölgun greininga á ýmsum röskunum hjá nemendum samkvæmt læknisfræðilegu greiningarkerfi og sjúkdómavæðingu á mannlegum eiginleikum. Fjallað er um stefnuna skóla án aðgreiningar og hvort hægt sé að útfæra hana á annan hátt, til að koma betur til móts við þarfir allra nemenda. Að auki er gerð grein fyrir mikilvægi þess að breyta nálgun á nemendur sem glíma við náms- og hegðunarerfiðleika og mikilvægi þess að beita heildrænni nálgun í aðstoð við þessa nemendur. Stuðst er við ritrýndar greinar og rannsóknir, sem gerðar hafa verið á nemendum, sem hafa fengið greiningu og fjölskyldum þeirra. Einnig er stuðst við opinberar skýrslur og bækur sem ritaðar hafa verið um efnið. Helstu niðurstöður ritgerðarinna sýna að nær einvörðungu er stuðst við læknisfræðileg greiningarkerfi við greiningar á nemendum sem glíma við náms- og hegðunarerfiðleika. Niðurstöður sýna jafnframt að um kerfislægan vanda getur verið að ræða í skólakerfinu, sem felst í því að formlegra greininga samkvæmt læknisfræðilegu greiningarkerfi er krafist, til að unnt sé að veita þessum nemendum aðstoð. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að fleiri nemendur fá greiningar samkvæmt læknisfræðilegu greiningarkerfi, vegna þess að ekki er tekið nægjanlegt tillit til sálfélagslegra þátta hjá þeim, þegar verið er að veita þeim aðstoð vegna náms- og hegðunarerfiðleika. Vegna þessa er mikilvægt að farið sé að taka heildstætt á málum nemenda sem glíma við náms- og hegðunarerfiðleika, og skoða samspil persónulegra, fjölskyldu og félagslegra þátta með aðstoð skólafélagsráðgjafa og reyna þannig að stuðla að aukinni velferð og vellíðan nemenda í námi.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf132.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ritgerdin.pdf431.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna