en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29929

Title: 
  • Title is in Icelandic Greiðsluþrot sveitarfélags
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni, sem ber heitið Greiðsluþrot sveitarfélags, er leitast við að skýra þau ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem snúa að því þegar sveitarfélag fer í greiðsluþrot með hliðsjón af reglum gjaldþrotaskiptaréttar og fullnusturéttarfars. Þá eru skoðaðar þær fjármálareglur sem gilda um sveitarfélög en markmið þeirra er m.a. að stuðla að ábyrgri fjármálastjórn hjá sveitarstjórnum sveitarfélaga.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í kafla 2 er fjallað um sjálfstjórn sveitarfélaga samkvæmt 78. gr. stjórnarskrárinnar með hliðsjón af skrifum fræðimanna. Þá er fjallað um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, og þá sjálfstæðu fjárhagsstjórn sem sveitarfélög hafa samkvæmt lögum og stjórnarskrá og þær undantekningar sem um hana gilda. Í kafla 3 eru helstu ákvæði fjármálakafla sveitarstjórnarlaga reifuð og þau skoðuð í sögulegu ljósi. Í kafla 4 er fjallað um þá sérstöðu sem sveitarfélög njóta samkvæmt ákvæði 71. gr. sveitarstjórnarlaga og einnig er fjallað um sérreglur sveitarstjórnarlaga um lán, ábyrgðir og veðsetningar sveitarfélaga sem binda svigrúm sveitarfélaga til athafna að ákveðnu leyti og þær bornar saman við sambærileg ákvæði í norsku sveitarstjórnarlögunum. Í kafla 5 er meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar en þar er fjallað um þau álitaefni sem koma upp þegar sveitarfélag fer í greiðsluþrot með hliðsjón af reglum gjaldþrotaskiptaréttar og fullnusturéttarfars. Þá er staða greiðsluþrota sveitarfélags borin saman við stöðu einkaréttarlegs lögaðila eftir almennum reglum um aðför, stöðu einkaréttarlegs aðila í greiðslustöðvun og stöðu einkaréttarlegs lögaðila sem hefur fengið heimild til að leita eftir nauðasamningi eftir lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991. Ítarlega er síðan fjallað um þá stöðu þegar ráðherra, að fenginni tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sviptir sveitarfélag fjárhaldsstjórn og hvernig það samrýmist sjálfstjórn sveitarfélaga og þeirri sjálfstæðu fjárhagsstjórn sem þau njóta. Til samanburðar er fjármálakafli norsku sveitarstjórnarlaganna skoðaður og einnig Evrópusáttmáli um sjálfstjórn sveitarfélaga, sem Ísland hefur fullgilt. Þá er fjallað um heimild fjárhaldsstjórnar til að ákveða einhliða að gera nauðasamning fyrir sveitarfélag, sbr. 3. mgr. 89. gr. sveitarstjórnarlaga og ákveðnar meginreglur leiddar fram af ákvæðinu. Í kafla 6 eru reifaðar hugleiðingar um þá reynslu sem hlotist hefur af fjármálareglum sveitarstjórnarlaga sem og mögulegar úrbætur. Í kafla 7 eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Accepted: 
  • May 4, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29929


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ash_forsíða.pdf128.68 kBLocked Until...2060/01/01Front PagePDF
ash_lokaskil.pdf1.3 MBLocked Until...2060/01/01Complete TextPDF
ash_yfirlýsing.jpeg1.11 MBLockedYfirlýsingJPG