is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29933

Titill: 
  • Samningskvaðir í höfundalögum. Uppruni og þróun samningskvaða á Norðurlöndum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður farið yfir svokallaðar samningskvaðir eða samningskvaðaleyfi í höfundalöggjöf á Norðurlöndum, ásamt þróun þeirra og uppruna. Fyrirbærið er tiltölulega nýtt af nálinni á íslenskri grundu, þó fyrstu ákvæðin hafi verið lögfest í íslenskum höfundalögum árið 1992. Með lögum nr. 9/2016 voru fjögur ný samningskvaðaákvæði tekin upp í íslensk höfundalög en sú breyting var liður í heildarendurskoðun og samræmingu höfundalaga á Norðurlöndum. Samningskvaðaleyfi geta svokallaðir notendur aflað með samningi við tiltekin heildarsamtök höfunda, þ.e. rétthafasamtök, um heimild til hagnýtingar höfundarvarinna verka gegn sanngjörnu endurgjaldi. Slík leyfi eru lögfest á sviðum sem nánast ómögulegt er fyrir einstaka notanda að semja um á einstaklingsgrundvelli, þ.e. erfitt er að semja við hvern og einn rétthafa um tiltekin not höfundarvarinna verka. Samningskvaðaleyfið tekur þá ekki einungis til þeirra höfunda, sem aðild eiga að rétthafasamtökunum, heldur einnig til þeirra sem utan þeirra standa, þ.e. svokallaðra utanfélagsmanna. Hlutverk rétthafasamtakanna er að gæta hagsmuna höfunda og sjá til þess að allir höfundar, sem undir samning með samningskvaðaáhrifum falla, fái sanngjarnt endurgjald fyrir. Í tilteknum tilvikum er höfundum svo tryggður réttur til að banna notkun verka sinna á grundvelli slíks samnings en þá er notanda óheimilt að hagnýta sér þau verk. Þessi réttur kallast einu nafni bannréttur. Markmið ritgerðarinnar er að skýra hugtakið samningskvaðaleyfi á skýran og skilmerkilegan hátt, ásamt því að komast að uppruna þess og þróun í gegnum árin. Þá verður einnig leitast við að gera ítarlega grein fyrir áhrifum fyrirbærisins, bæði innanlands og víðar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.54 MBLokaður til...31.12.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_2018.pdf251.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF