is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29936

Titill: 
  • Heimdragar og heimsborgarar. Menningarlegur hvati í stafrænu málsambýli
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum og áratugum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar víðast hvar í heiminum. Framfarir á sviði upplýsinga og tækni ásamt aukinni alþjóðavæðingu hafa að vissu leyti gjörbreytt heimsýn fólks og gert það að verkum að mörgum þykir heimurinn sífellt fara minnkandi. Þá hefur bylting á sviði samfélagsmiðla gert það að verkum að fjarlægð og landamæri skilja ekki fólk að með sama hætti og áður þar sem auðvelt er að eiga í samskiptum við fólk hvaðanæva úr heiminum í gegnum slíka miðla. Samhliða þessum breytingum fer mikilvægi sameiginlegs tungumáls, þ.e. tungumáls sem flestir geta notað og skilið, vaxandi og má því ætla að áðurnefndar breytingar hafi hvort tveggja áhrif á stöðu tungumála og viðhorf einstaklinga til mismunandi tungumála.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um viðhorf einstaklinga til móðurmálsins íslensku og til alþjóðlega samskiptamálsins ensku og tengsl mismunandi hvata við vilja málhafa til að tileinka sér málstaðal móðurmáls síns og/eða ensku. Leitast verður við að varpa ljósi á hvernig ólíkur menningarhvati, sem vísar til þess hvernig einstaklingar skilgreina sjálfsmynd sína í menningarlegu samhengi, kunni að hafa áhrif á viðhorf einstaklinga til íslensku og ensku. Bornar verða saman niðurstöður tveggja menningarhópa, heimdraga og heimsborgara, og færð verða rök fyrir því að ólík svör hópanna megi að einhverju leyti rekja til mismunandi menningarhvata. Ritgerðin er byggð á niðurstöðum viðhorfsspurninga sem eru hluti af vefkönnun verkefnisins Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis sem styrkt er af Rannsóknarsjóði Íslands en Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson eru verkefnisstjórar.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, societies have undergone many fundamental changes, many of which are the result of the general trend of globalization. Advancements in access to information and technology have, in a way, completely altered many people’s perceptions of the world around them, leading some to feel the world is getting smaller. Alongside this, the importance of a widely understood international language has increased, and so these transitions can be expected to have an impact on languages, their status and people’s attitudes towards different languages.
    The thesis is based on data captured in an online survey which is a part of the project Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact, with the aim of examining how globalization and societal changes can affect people’s attitudes towards their native language, Icelandic, and towards the global language of English. I argue that cultural motivation and people’s cultural identities can influence people’s attitudes towards languages and their willingness to embrace language standards. I do that by systematically comparing two groups from the survey, Cosmopolitans and Localists, focusing on how they answer questions about their attitudes towards Icelandic and English. Comparison of the two groups shows systematic differences towards Icelandic and English, indicating that cultural motivation and cultural identity can have an impact on people’s attitudes towards languages.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerd-LBS.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingLBS.pdf107.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF