is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29938

Titill: 
  • Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Velferð og öryggi barna eru í höndum töluvert fleiri en foreldra. Það er því mikilvægt að fólk sem starfar með börnum sé meðvitað um skyldur sínar þegar kemur að því að tilkynna grun um ofbeldi, vanrækslu og áhættuhegðun barna. Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á heildstæða Velferðarstefnu barna í Garðabæ en hún inniheldur meðal annars samræmt Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna (hér eftir nefnt Verklagið). Ritgerðin er byggð á eigin rannsókn meðal þeirra sem starfa eftir Verklaginu í Garðabæ. Kannað var álit og viðhorf þeirra sem starfa með börnum í Garðabæ, til Verklagsins ásamt því að athuga hvort eitthvað mætti betur fara í tengslum við Verklagið. Þá var einnig kannað hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað á fjölda tilkynninga til barnaverndar í Garðabæ eftir að samræmt Verklag var kynnt. Framkvæmd rannsóknarinnar var megindleg þýðisrannsókn þar sem að spurningalisti var sendur á netföng allra þeirra sem höfðu fengið kynningu á Verklaginu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að lang flestir voru ánægðir með Verklagið sem slíkt og litu jákvæðum augum á eiginleika þess og notagildi. Þó voru nokkrir hópar sem ekki höfðu fengið kennslu á Verklaginu sökum fjármagnsskorts en starfsmenn leik- og grunnskóla í Garðabæ höfðu hlotið styrk til að sitja námskeið um Verklagið og tilgang þess. Niðurstöður sýndu einnig að tilkynningum til barnaverndar í Garðabæ fjölgaði all verulega árið 2016 samanborið við árið áður, en það er einmitt árið sem leik- og grunnskólar höfðu fengið kennslu á Verklaginu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_2018_KarítasBjarkadóttir.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skemma.pdf408.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF