Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29939
Ritgerðin varpar ljósi á upphafsmann og einn af stofnendum alþjóða Rauða krossins Jean-Henri Dunant og trúarlegan bakgrunn hans. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á að þau áhrif sem hann varð fyrir sem ungur maður í Genf í Sviss höfðu afgerandi áhrif á aðgerðir hans og ákvarðanir sem hann tók síðar á lífsleiðinni og leiddu til stofnunar alþjóða Rauða krossins. Atburðarásin er sett í samhengi við kenningar Serene Jones um kristinn mannskilning og kenningar Max Weber um vinnusiðferði mótmælenda á 19. öld. Til þess að varpa betra ljósi á viðfangsefnið eru áhrif kalvínismans á uppeldi Dunants og gildismat metin. Sýnt er fram á í ritgerðinni að stofnun Rauða krossins á rætur sínar í kristnum mannskilningi og að innihald Genfarsamningsins frá 1863 beri sterkt merki hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf | 256.16 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Háskóli ÍslandsBA ritgerð.pdf | 6.31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |