is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29944

Titill: 
  • Varnaðaráhrif stjórnvaldssekta Samkeppniseftirlitsins
  • Titill er á ensku Deterrence of fines of the Icelandic Competition Authority
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um stjórnvaldssektir Samkeppniseftirlitsins skv. 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið leggur á stjórnvaldssektir til þess að stuðla að og efla virka samkeppni. Leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort sektir Samkeppniseftirlitsins hafi í raun nægan mátt einar og sér til þess að fæla einstaklinga og lögpersónur frá lögbrotum. Ljóst er að sektir vegna lögbrota eru gríðarlega mikilvægar í hverju samfélagi. Hlutverk sekta eru að mestu leyti tvíþætt, þ.e. í fyrsta lagi viðurlög vegna lögbrotsins og í öðru lagi að hafa nægan fælingarmátt til þess að fæla einstaklinga og lögpersónur frá því að fremja brotið.
    Varnaðaráhrif eru þýðingarmikil fyrir samkeppnisrétt til að viðhalda samkeppni á markaði en það stuðlar m.a. að betra verði, þjónustu og vöruúrvali fyrir neytendur. Ljóst er því að Samkeppniseftirlitið verður að hafa úr nægjum tækjum og tólum að moða til þess að ná fram varnaðaráhrifum. Í upphafi ritgerðarinnar verða stjórnsýsluviðurlög skoðuð almennt og út frá stjórnvaldssektum Samkeppniseftirlitsins. Í þriðja kafla verður farið yfir sáttir í samkeppnismálum þar sem fyrirtæki hafa sæst á greiðslu stjórnvaldssektar og einhliða ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins sem lokið hefur verið með álagningu sekta. Í fjórða kafla verða stjórnvaldssektir í ESB/EES-rétti skoðaðar en mikilvægt er að varpa ljósi á samspil samkeppnisreglna ESB- og EES-réttar við innlendan rétt, þar sem íslensk samkeppnislög sækja fyrirmynd sína að stórum parti til EES/ESB-réttar. Í fimmta kafla verður fjallað um varnaðaráhrif stjórnvaldssekta í samkeppnismálum, með tilliti til ákjósanlegra sekta, ítrekaðra brota og mati á fjárhæð sekta. Þá verður farið yfir heimild til að leggja á táknrænar sektir og hvaða áhrif almenningsálit hefur á brotahneigð. Í sjötta kafla ritgerðarinnar verður velt upp frekari leiðum til þess að ná betur fram varnaðaráhrifum. Þar verður farið yfir það hvort draga ætti einstaklinga til ábyrgðar frekar en fyrirtæki og þá með fangelsisrefsingu eða einstaklingssektum. Einnig verður farið yfir það hvort einungis ætti að refsa einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Ábyrgð stjórnenda verður ennfremur skoðuð í ljósi lögbrota. Farið verður yfir kosti skaðabótamála og samspil þeirra. Þá verður þeirri hugmynd varpað fram hvort banna ætti hækkun vöruverðs og efla fræðslu neytenda og rannsóknarheimildir Samkeppniseftirlitsins. Enn fremur verður farið yfir samkeppnisréttaráætlun, breytingu á fyrirtæki, mikilvægi orðspors fyrirtækis og hvort ætti að verðlauna fyrirtæki fyrir að fylgja lögum. Í sjöunda kafla verður farið yfir hvað of mikil varnaðaráhrif geta falið í sér. Að lokum verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Varnaðaráhrif stjórnvaldssekta Samkeppniseftirlitsins.pdf1.03 MBLokaður til...07.05.2028HeildartextiPDF
Yfirlýsing.JPG1.92 MBLokaðurYfirlýsingJPG