is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29945

Titill: 
  • Valdmörk löggjafarvalds og dómsvalds
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efni 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er þrígreining ríkisvaldsins, en þessi kenning um valddreifingu á sér sterkar rætur í flestum lýðræðisríkjum heims í dag. Þar kemur fram að löggjafarvald skuli vera hjá Alþingi og forseta Íslands, framkvæmdarvaldið hjá forseta og öðrum stjórnvöldum í samræmi við stjórnarskrá, og dómsvald hjá dómendum. Í þessari ritgerð verður gerð sérstök grein fyrir tveimur þessara valdþátta, löggjafarvaldi og dómsvaldi. Fjallað verður um inntak þeirra og helstu hlutverk með tilliti til 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þá verða valdmörk þeirra könnuð sérstaklega og það rannsakað hversu langt þeim er heimilt að ganga inn á valdsvið hvors annars án þess að um brot á stjórnarskrá sé að ræða.
    2. kafli fjallar þróun kenninga sem varða þrígreiningu ríkisvalds, allt frá tímum John Locke og Montesquieu til dagsins í dag. Því til viðbótar er þróun löggjafarvalds og dómsvalds, bæði í Evrópu og hérlendis, skoðuð nánar. Í 3. kafla er gerð nánari grein fyrir 2. gr. stjórnarskrárinnar, inntaki hennar og afmörkun. Í þeim kafla eru þessar tvær greinar ríkisvalds, löggjafarvald og dómsvald, einnig skoðaðar með ítarlegri hætti, fjallað um handhöfn þeirra, verksvið og hlutverk í íslensku réttarkerfi. í 4. kafla er fjallað sérstaklega um valdmörk löggjafa gagnvart dómstólum. Þar er gerð grein fyrir stöðu fordæmis sem réttarheimildar, endurskoðunarvaldi dómstóla og afstaða stjórnarskrár gagnvart því hvort dómari geti einnig setið á löggjafarþingi könnuð. Í 5. kafla er peningnum svo snúið við og valdmörk dómstóla gagnvart löggjafa gefinn sérstakur gaumur. Þar er lögð áhersla á það með hvaða hætti stjórnarskrárin tryggir sjálfstæði dómstóla gagnvart öðrum handhöfum ríkisvalds, ekki síst löggjafa. Því næst er litið til sértækrar lagasetningar og þýðingar hennar. Loks er það kannað sérstaklega hvort löggjafi hafi einhverja heimild, sambærilega endurskoðunarvaldi dómstóla, til þess að víkja til hliðar niðurstöðum dómstóla ef löggjafi telur að þær gangi gegn stjórnarskrá.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdmörk löggjafarvalds og dómsvalds.pdf828.31 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF
unnur.jpg1.75 MBLokaðurYfirlýsingJPG