is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29946

Titill: 
 • Rétturinn til að gleymast við mat á friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á tímum þar sem örar tæknibreytingar eiga sér stað verða til sífellt fleiri möguleikar til að safna saman upplýsingum og miðla þeim áfram til almennings. Umfjöllunarefni þessara ritgerðar er hver réttur einstaklinga er til þess að fá persónuupplýsingum um sig eytt og hvernig rétturinn til að gleymast, er í íslenskum rétti. Efni sem birtist á netinu getur varðveist þar að eilífu og fylgt einstaklingum út ævina og jafnvel enn lengur. Stjórnarskrá Íslands og helstu mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að tryggja einstaklingum friðhelgi einkalífs. Einstaklingar hafa sjálfsákvörðunarrétt yfir lífi, líkama og vistarverum sínum og þær
  upplýsingar sem birtast um þá kunna að hafa áhrif á ímynd og persónu þeirra. Við samningu persónuverndarlöggjafar er krefjandi verkefni að hún sé í samræmi við öra tækniþróun.
  Stefnumarkandi dómur hjá dómstóli Evrópusambandsins féll árið 2014 sem kvað á um rétt einstaklinga til að óska þess að stjórnendur leitarvéla fjarlægi niðurstöður sem vísa til persónuupplýsinga viðkomandi þegar eftir fullu nafni er leitað. Dómurinn hefur strax haft áhrif á framkvæmd persónuverndar og hafa til að mynda hundruðir Íslendinga nú þegar óskað eftir því við Google að leitarniðurstöður um þá verði fjarlægðar.
  Til að varpa ljósi á hver réttur einstaklinga er til eyðingar og til að gleymast er byrjað á því að skoða hver grunnur verndar friðhelgi einkalífs og persónuverndar er. Síðan eru þeir hagsmunir sem vegast á friðhelgi einkalífs við eyðingu upplýsinga kannaðir og er þar helst að nefna tjáningarfrelsið. Næst er farið yfir innlent og evrópskt lagaumhverfi persónuverndarlöggjafar og svo farið í nákvæma umfjöllun um álit lögsögumanns og niðurstöðu dómstóls ESB um áðurnefnt mál. Þar á eftir er reynt að kanna rót réttarins og farið
  yfir þá gagnrýni sem hann hefur fengið. Að lokum er farið yfir viðeigandi ákvæði reglugerðar ESB nr. 2016/679 um persónuvernd og nýtt frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  Dómstóll ESB taldi réttinn vera til staðar í persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins og eftir gildistöku nýrra persónuverndarlaga munu einstaklingar njóta réttarins í ríkari mæli en dómsniðurstaðan segir til um. Um rétt einstaklinga til eyðingar og að gleymast fer samkvæmt 17. gr. persónuverndarreglugerðar ESB nr. 2016/679.

Samþykkt: 
 • 4.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
31870505_10155238577156836_1105876743538868224_n copy.pdf10.5 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaútgáfa fyrir Skemmu_KSM.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna