is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29948

Titill: 
  • Íslenskir gripir frá erlendum söfnum. Ástæða fyrir skilum sautján íslenskra gripa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áður en forngripa safn var stofnað á Íslandi tíðkaðist að íslenskir forngripir voru sendir til varðveislu í öðrum löndum. Flestir voru sendir til Danmerkur en þó voru nokkrir sem fóru til annarra landa í Evrópu. Með stofnun Forngripasafnsins árið 1863 og vaxandi þjóðernis vitund Íslendinga komu sífellt fram háværari óskir um skil á íslenskum gripum heim frá útlöndum. Margir gripir komu til baka en þó ekki allir.
    Í þessari ritgerð má finna upplýsingar um sautján gripi sem skilað var aftur til Íslands eftir töluvera fjarveru erlendis. Komu gripirnir úr þremur stórum gripasendingum frá Þjóðminjasafni Danmerkur, Norska þjóðfræðisafninu og Nordiska Museet í Stokkhólmi. Þrátt fyrir að söfnin hafi sent mikið af gripum aftur til Íslands eiga þau öll það sameiginlegt að vera ennþá með íslenska gripi í geymslum sínum. Sjálfstæðisbarátta Íslands er oft talin helsta ástæðan fyrir skilum gripanna, og er óneitanlega mikilvægur partur af ferlinu, en er ólíklega eina ástæðan fyrir að þessum ákveðnu gripum var skilað. Markmiðið nú er að varpa ljósi á ástæður skilanna.
    Nokkrir þættir virðast hafa skipt sköpun þegar að gripum var skilað aftur til Íslands. Þar á meðal má nefna hversu þekktur gripurinn var, hversu þekktur eigandi eða skapari gripsins var og hversu vel gripurinn endurspeglaði safnkost erlenda safnsins. Þá virðist einnig sem tíðarandi og safnastefna hafi haft áhrif á hvaða gripum var skilað. Hins vegar er ekki hægt að benda á einhverja eina skýringu að baki skilunum, þar sem lítið sem ekkert er til af heimildum þar um.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin!!!.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf382.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF