Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29951
Verkefni þetta er tvíþætt og er lokaverkefni til M.A prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist annars vegar í vefinn huxa.is og hins vegar þessa greinargerð. Gerð vefsins huxa.is skiptist í þrjá hluta sem eru þarfagreining, efnisvinnsla og uppsetning vefs. Sá hluti var unnin í samvinu við samnemanda minn Dagbjörtu Tryggvadóttur. Greinargerðin leggur upp með rannsóknarspurninguna Hvernig nýtast niðurstöður þarfagreiningar sem best til að hámarka notendaupplifun á vef?
Í fyrsta kaflanum er skoðað hvort að tengsl séu á milli góðrar notendaupplifunar og rannsókna og skilnings á þörfum notenda. Þar eru skilgreind viðeigandi hugtök eins og menning, samfélag, neytendur, notendur og notendaupplifun.
Í kafla tvö er sett fram tilgáta sem er samsett af forsendum höfunda vefsins í upphafi verkefnis. Í kaflanum er kafað í þarfagreiningarferlið og útskýrt hvernig niðurstöður sérstakra þátta þess voru notaðar til þess að móta tilgátuna
Í kafla þrjú er fjallað um miðlunarhlutann sem felur í sér gerð þarfagreiningarinnar og uppsetningu vefsins. Framtíðarsýn vefsins er útskýrð og gerð er grein fyrir stofnkostnaði verkefnisins. Að lokum eru helstu niðurstöður dregnar saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð-Lokaverkefni.pdf | 2,72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.jpg | 716,59 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |