is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29952

Titill: 
  • Áhrif áfalla á vímuefnaneyslu ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er fræðileg samantekt um áhrif áfalla á vímuefnaneyslu ungmenna en markmið hennar er að gera grein fyrir þeim áhættuþáttum sem ungmenni samtímans standa frammi fyrir og hvernig upplifun áfalla getur ýtt undir vímuefnaneyslu. Við gerð þessarar ritgerðar verður stuðst við erlendar rannsóknir, ritrýndar tímaritsgreinar, bækur og annað fræðsluefni.
    Í þessari ritgerð er lögð sérstök áhersla á áhrif áfalla á vímuefnaneyslu ungmenna. Áfallastreituröskun greinist oft samhliða vímuefnaröskun hjá einstaklingum, en samband þessara raskana getur verið flókið. Áfallastreituröskun greinist aðeins þegar einstaklingur nær ekki að vinna úr atburðinum sem olli áfallinu.
    Niðurstöður þessarar ritgerðar eru að hægt er að sjá tengsl á milli áfallastreituröskunar og vímuefnaröskunar en samspil þessara raskana er ekki hægt að skýra með einum sértækum hætti. Til eru nokkrar kenningar um þetta samspil en það virðist vera að það séu streituvaldandi aðstæður sem einstaklingurinn er í sem geta ýtt undir samspil áfallastreituröskunnar og vímuefnaneyslu. Niðurstöður þessarar ritgerðar benda til að tvær meginskýringar eru fyrir samspili þessa tveggja þátta. Fyrri skýringin vísar til þess að einstaklingur misnoti vímuefni með það að markmiði að deyfa einkenni áfallastreituröskunar. Áhrif vímuefna minnka einkenni kvíða og þunglyndis sem þegar eru til staðar. Seinni skýringin lýtur að fráhvarfseinkennum. Sá sem notar vímuefni til að slá á vanlíðan sem tengist áfallastreitu er orðinn líkamlega háður vímuefninu en þá er viðkomandi oft og tíðum fastur í vítahring. Hver tilraun til þess að skilja við vímuefnin verður að vítahring sem einkennist af aukinni löngun í vímuefni, fráhvarfseinkennum og auknum einkennum áfallastreituröskunar. Mynstrið er því síendurtekið og viðkomandi telur sig þurfa að halda neyslunni áfram til þess að flýja einkennin. Mikilvægt er að halda áfram að rannsaka samspil þessa tveggja þátta til þess að geta veitt viðeigandi meðferð til þeirra sem glíma við vímuefnaröskun og áfallastreituröskun sem og að efla forvarnir almennt í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 4.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð Hera Guðlaugsdóttir 2018 PDF.pdf526.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing BA ritgerð Hera Guðlaugsdóttir.pdf278.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF