is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29954

Titill: 
 • Aldursbundin þróun stafræns ílags í málsambýli íslensku og ensku: Kortlagning á umfangi, eðli og áhrifsbreytum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenskt málsamfélag hefur tekið hröðum breytingum síðustu ár í kjölfar breyttra samfélagsaðstæðna og mikilla tækniframfara. Þetta hefur gert það að verkum að málsambýli íslensku og ensku verður sífellt nánara. Vegna mikillar útbreiðslu stafrænnar tækni á Íslandi þar sem enska er meirihlutamál hefur samband málanna verið kallað stafrænt málsambýli. Tilgangur rannsóknarinnar Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis sem þessi ritgerð er unnin innan er að kanna stöðu íslensku og ensku í stafrænu málsambýli og hvaða áhrif það getur haft.
  Í þessari ritgerð verður farið yfir möguleg áhrif þessarar nýju tegundar málsambýlis, sem felst í stafrænni notkun, og skoðað hvernig stafrænt ílag þátttakenda birtist í niðurstöðum rannsóknarinnar og hvers eðlis það er. Þar sem um nýja tækniþróun er að ræða var athugað hvort aldursmunur gæti bent til þróunar þar sem umfang virks, stafræns ílags á ensku eykst. Þá var athugað hvort viðhorf til enskunotkunar sýndu sömu aldursþróun þar sem vísbendingar eru að um yngra fólk sé jákvæðara gagnvart enskunotkun en þeir sem eldri eru.
  Erlendar rannsóknir á tileinkun annars máls leiða í ljós að bæði magn og gæði stafræns ílags skipta máli fyrir máltileinkun ensku og mögulegt tvítyngi íslenskra barna og unglinga. Þótt stafrænt ílag hafi lítið verið rannsakað má álykta að innan þess sé gagnvirkt ílag sú ílagsgerð sem eykur mest líkur á tvítyngi íslenskra barna. Við kortlagningu stafræns ílags þátttakenda rannsóknarinnar kom skýr aldursmunur í ljós. Þetta bendir til þróunar þar sem umfang virks, stafræns ílags kemur til með að aukast í framtíðinni. Yngra fólk fær meira magn virks ílags á ensku í gegnum stafræna tækni en eldra fólk, til dæmis með tölvuleikjaspilum með samskiptum við aðra spilara. Innan yngsta aldurshópsins í rannsókninni, 13-15 ára einstaklinga, kemur einmitt í ljós að tölvuleikjaspilun með samskiptum við aðra spilara spáir að hluta til fyrir um virka enskunotkun þátttakenda. Aldursmunurinn kemur einnig fram í viðhorfunum, en yngri þátttakendur hafa jákvæðustu viðhorfin til virkrar enskunotkunar. Rannsóknin sýnir að þessi jákvæðni virðist hafa áhrif, þar sem viðhorfin spá fyrir um magn og gæði enskuílags.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, the Icelandic language community has changed due to fundamental societal changes and technological advancements. This has led to substantially increased language contact between Icelandic and English. Due to the widespread usage of digital technology where English is the dominant language, the relationship between the languages has been referred to as „digital language contact”. This thesis is part of the project Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact which aims to investigate the status of Icelandic and English in the digital environment and model the linguistic consequences of this digital language contact.
  This thesis aims to examine the potential effects this novel type of language contact could have. It analyzes the digital input the participants are exposed to and what it entails. As this regards recent technological advances I will check to see if age difference indicates a development where the extent of productive digital input in English increases. I will also investigate whether positive attitudes towards the usage of English correlate with age, as evidence shows that younger generations are more positive towards the usage of English than the older generations.
  Studies on second language acquisition show that both the quantity and quality of digital input matter for children’s and adolescents’ English acquisition and their possible development of bilingualism. The effects from digital input have not been examined thoroughly but studies conclude that interactive digital input should be the most ideal type to increase probability of Icelandic children’s development of bilingualism. The mapping of the participants’ digital input showed a clear difference between age groups which indicates a development where the extent of productive digital input in English might increase in the near future. Younger speakers are exposed to a larger quantity of productive input in English through digital technology than older speakers, for example from playing interactive video games. Within the research’s youngest age group which includes 13 to 15-year old adolescents, results show that playing interactive video games partly predicts the participants’ productive English usage. The age difference is the same in results for attitude questions where younger participants have the most positive attitudes towards productive English usage. Positive attitudes also seem to matter as they predict the quantity and quality of the participants’ English input.

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YfirlysingDG.pdf114.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MAritgerðDG.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna