is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29955

Titill: 
  • Frelsissvipting við rannsókn sakamála þegar í hlut eiga sakborningar með geðfötlun eða þroskahömlun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umræða um réttaröryggi einstaklinga með fötlun hefur aukist á síðustu árum og áratugum og hafa einstaklingar með geðfatlanir og þroskahamlanir verið fyrirferðamiklir í þeirri umræðu. Hefur þetta orðið til þess að ýmis atriði sem tengjast aðbúnaði þeirra hefur komið fram í dagsljósið. Á síðustu árum hafa vaknað spurningar um hvernig aðbúnaður frelsissviptra einstaklinga er háttað í fangelsum landsins og í þeirri umræðu hefur aðgangur fanga að heilbrigðisþjónustu komið til skoðunar. Innlendir og erlendir eftirlitsaðilar hafa ítrekað gert athugasemdir við stöðu mála og því hafa vaknað upp áleitnar spurningar um hvort mannréttindi frelsissviptra einstaklinga séu nægilega tryggð hér á landi
    Í 67. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 (stjskr.) er mælt fyrir um persónufrelsið sem telst til allra mikilvægustu mannréttinda. Þrátt fyrir grundvallarregluna er í vissum tilvikum heimilt að takmarka persónufrelsi fólks og er í 67. gr. stjskr. að finna skilyrði þau sem takmarkanirnar verða að uppfylla. Ein þeirra takmarkana sem eru heimilar er gæsluvarðhald en það er að jafnaði það þvingunarúrræði við rannsókn sakamála sem er hvað mest íþyngjandi. Í ljósi þess hve íþyngjandi úrræði gæsluvarðhald er þá eru því settar þröngar skorður. Ákvæði 1. mgr. 68. gr. stjskr. leggur almenna skyldu á stjórnvöld að sjá til þess að meðferð og aðbúnaður þeirra sem eru vistaðir á stofnunum á þeirra vegum samrýmist mannlegri reisn, þar á meðal þeirra sem eru frelsissviptir í þágu rannsóknar sakamáls.
    Í þessari ritgerð er ætlunin að skoða þau skilyrði sem stjórnarskráin, mannréttindasáttmáli Evrópu og aðrir alþjóðlegir mannréttindasamningar gera til aðbúnaðar við frelsissviptingu sakborninga í þágu rannsóknar sakamáls þegar í hlut eiga einstaklingar með geðfatlanir eða þroskahömlun. Verða reglur á Íslandi um aðbúnað gæsluvarðhaldsfanga skoðaðar og athugað hvernig þær samræmast kröfum sem stjórnarskráin og alþjóðlegir mannréttindasamningar gera. Við þá umfjöllun verður jafnframt gerð grein fyrir athugasemdum innlendra og erlendra eftirlitsaðila við aðbúnað og aðstæður við frelsissviptingu hér á landi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Kjartan_pdf.pdf887.47 kBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF
Yrirlýsing.pdf266.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF