is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29957

Titill: 
  • Viðbrögð við afbrotum barna. Er þörf á að breyta aldursmörkum sakhæfis á Íslandi? Sjónarhorn heildarinnar.
  • Titill er á ensku Dealing with children who break the law. Do we need to reconsider the age of criminal responsibility in Iceland? An overall review.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gríðarleg þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi hvað varðar stöðu barna innan réttarkerfisins. Krafan um barnvænlegt réttarkerfi fer stöðugt vaxandi. Öll réttindi barna skulu virt að fullu, hvort heldur er á sviði dómskerfis eða stjórnsýslu, óháð því hvort þau hafa stöðu brotaþola, sakbornings eða vitnis. Í samræmi við þetta hefur Barnaréttarnefndin lagt áherslu á, að aðildarríkin móti heildstæða stefnu um viðbrögð við afbrotum barna með stofnun allsherjar barnaréttarkerfis; í því skyni að skipuleggja megi vandlega framkvæmd í málefnum þeirra barna sem eru grunuð, ákærð eða fundin sek um brot á refsilögum. Þá hafa einnig orðið miklar framfarir í viðhorfum til refsinga barna. Refsing í dag á umfram allt að vera til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á börn, styrkja sjálfsvitund þeirra og taka mið af aðstæðum þeirra. Þá skal áhersla lögð á sértækar, jákvæðar og uppbyggjandi aðgerðir og endurhæfingu fremur en refsingu. Á þetta að vera mögulegt án þess að réttaröryggi almennings sé stefnt í voða.
    Sakhæfisaldurinn (lögaldur sakamanna) er flókið álitaefni en mikilvægt. Barnasamningurinn hvetur aðildarríki samningsins til að ákveða þann lágmarksaldur, sem börn verða að hafa náð til þess að teljast sakhæf, sbr. a-lið 3. mgr. 40. gr. SRB. Ákvæðið sjálft kveður þó ekki á um afdráttarlausa alþjóðlega reglu um lágmarksaldur refsiábyrgðar. Þessi skipan mála veldur því að verulegur munur er á lágmarksaldri sakhæfis á meðal þjóða heimsins og er sakhæfisaldurinn nú á bilinu 6 - 18 ár. Á Íslandi er sakhæfisaldur 15 ár.
    Þótt staða barna sé almennt sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi er á Íslandi ekki til neitt sérstakt barnaréttarkerfi. Í staðinn hvílir ábyrgð á viðbrögðum við afbrotum barna fyrst og fremst á tveimur mjög ólíkum kerfum - barnaverndarkerfinu og refsivörslukerfinu - en eins og lesendur munu komast að leiðir mismunurinn á þessum tveimur viðurkenndu kerfum til þess, að refsiverð háttsemi kemur til kasta þessara tveggja kerfa með afar ólíkum hætti og kallar á ólík viðbrögð þeirra. Má því segja að hjá okkur Íslendingum sé þörf á greiningu á því hvort málefnum ósakhæfra og sakhæfra barna sé hér sinnt í samræmi við þá lögvernd sem kveðið er á um í Barnasamningnum. Þetta álitaefni varð hjá höfundi framhrundingarafl þessarar ritgerðar

  • Útdráttur er á ensku

    Tremendous development has taken place in recent decades regarding the status of children within the legal system. The demand for child-friendly justice continues to grow. All rights of children are to be fully respected and applied to all ways in which children are likely to be, for whatever reason and in whatever capacity, brought into contact with all competent bodies and services involved in implementing criminal, civil or administrative law - be they a party to proceedings, a victim, a witness or an offender. In accordance with this the Committee on the Rights of the Child encourages States parties to develop and implement a comprehensive juvenile justice system in order to ensure the full implementation of the principles and rights elaborated in the Convention on the Rights of the Child for children who come in conflict with the penal law. Then there has also been a lot of progress in the attitude of children and punishment. Today's punishment is, above all, intended to have a positive effect on children, strengthen their vitality and take into account their circumstances. Emphasis should also be placed on specific, positive and constructive actions and rehabilitation rather than punishment. This can be done in concert with attention to effective public safety.
    A complex but important issue is that of the minimum age of criminal responsibility. Article 40 (3) of the CRC requires States parties to seek to promote, inter alia, the establishment of a minimum age below which children shall be presumed not to have the capacity to infringe the penal law, but does not mention a specific minimum age in this regard. This arrangement causes a significant difference in the minimum age among the nations of the world. The age ranges from as young as 6 to the age of 18. In Iceland the age of criminal responsibility is 15.
    Although the legal status of children is generally strong there exists no such thing in Iceland as a specific juvenile justice system. Instead, responsibility for child crimes responses rests on two already existing systems that are very different - the child welfare system and the criminal justice system - but as readers will find out, due to how very different these systems are, criminal offenses are dealt with by these systems in very different ways and calls for their different reactions. It may therefore be said that in Iceland, there is a need to clarify whether the affairs of children who break the law, is in accordance with the legal protection provided for in the CRC. This issue is what inspired the author to write this essay.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
anonym3246_doc04413220180507083814IG.pdf295,94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð - Ingibjörg 070518 NÝTT.pdf1,33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna