Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29964
Hetjukvæðið Hamðismál hefur frá upphafi verið talið með eldri eddukvæðum. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að finna bragfræðilegar og málfræðilegar vísbendingar um aldur kvæðisins og stuðst er við kenningar sem nefndar eru bragfræði Sievers, Kuhns lögmál og Craigies lögmál. Einnig er fjallað um atriði eins og samdrátt orða, sambeygðan lýsingarhátt, fylliorð og fornar neitanir í þeim tilgangi að aldursgreina kvæðið. Niðurstöður þessarar athugunar styðja fyrri hugmyndir um aldur kvæðisins; að það tilheyri eldri eddukvæðum sem talin eru vera frá 9. eða 10. öld. En þótt vissulega finnist forn aldursmerki í brag og málfari kvæðisins er ekki hægt að segja að þau séu með öllu óvéfengjanleg. Sumt á sér fornar rætur, annað endurspeglar málstig íslenskunnar við ritun Konungsbókar á ofanverðri 13. öld. Heildarsvipur Hamðismála er að auki brotakenndur og helgast það sennilega af því að kvæðið var illa varðveitt þegar það var fært á bókfell. Þar af leiðandi má búast við að stíllinn beri þess merki og ekki ósennilegt að kvæðið sé heldur frábrugðið sinni upprunalegu mynd þótt ræturnar séu örugglega gamlar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_KristinArna.pdf | 928.53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16.pdf | 15.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |