is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29965

Titill: 
  • Félagsleg einangrun aldraðra: Áhrif á lífsgæði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsleg einangrun meðal aldraðra er áhyggjuefni sem mikilvægt er að beina sjónum að, enda sýna rannsóknir endurtekið fram á hún sé viðvarandi vandamál víða um heim. Rannsakendur hafa leitast eftir að finna svör við því hverjar séu eiginlegar orsakir og afleiðingar félagslegrar einangrunar, með það að markmiði að fá hugmyndir um það með hvaða hætti megi betur þróa og útfæra úrræði til að draga úr skaðlegum áhrifum slíkrar einangrunar á lífsgæði einstaklinga. Bæði orsakir og afleiðingar félagslegrar einangrunar eru víðtækar og koma úr ólíkum áttum. Það er sérlega mikilvægt fyrir bæði aðstandendur, fagaðila og aðra þá sem koma að málum aldraðra að átta sig á áhættuþáttunum til þess að geta gripið til aðgerða þegar þörf krefur. Þeir þættir sem koma ítrekað við sögu þegar afleiðingar félagslegrar einangrunar eru skoðaðar eru ýmist andlegir eða líkamlegir, líkt og einmanakennd, vanlíðan, ýmsir líkamlegir kvillar og alhliða heilsuleysi.
    Stjórnvöld hér á landi hafa markvisst unnið að því að bæta lífsgæði elsta aldurshópsins og þróuð hafa verið margvísleg úrræði fyrir þennan hóp sem eru meðal annars til þess fallin að draga úr afleiðingum félagslegrar einangrunar sem og að efla félagslega virkni aldraðra. Sem dæmi um þessi úrræði má nefna félagsstarf aldraðra og dagvistanir. Jafnframt koma þeir sömu þættir endurtekið fram sem eru taldir hafa jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra en það eru meðal annars góð tengsl við ættingja og vini, góð fjárhagsstaða og góð heilsa. Til þess að unnt sé að bæta enn fremur úr lífsgæðum aldraðra og draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika í þeirra hópi, er mikilvægt að halda umræðunni á lofti og stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart eldri borgurum.
    Efnisorð: aldraðir, félagsleg einangrun, einmanaleiki, áhættuþættir

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Félagsleg einangrun aldraðra-ÞS-LOKA.pdf821.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-skil-a4.pdf1.49 MBLokaðurYfirlýsingPDF