is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29966

Titill: 
  • Barnaverndarstarf á Íslandi: Hefur þróun barnaverndarlöggjafar haft áhrif á þróun úrræða í barnavernd?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um sögu og þróun íslenskrar barnaverndarlöggjafar auk úrræða í barnavernd á Íslandi. Markmið hennar er að skoða hvort þróun barnaverndarlöggjafar hefur haft áhrif á þróun úrræða í barnavernd. Til að komast að því er farið yfir sögu og þróun barnaverndarlöggjafarinnar frá því áður en heildstæð barnaverndarlög komu fram og til núgildandi barnaverndarlaga nr. 80/2002. Unnið er eftir umfangsmikilli barnaverndarlöggjöf til að veita börnum viðeigandi vernd en hún hefur tekið verulegum breytingum í gegnum tíðina. Vernd barna er í höndum barnaverndaryfirvalda, sem starfa eftir núgildandi barnaverndarlögum, og gerð er grein fyrir því hvernig þau standa hér á landi eftir stöðuga þróun barnaverndarlaganna. Farið er yfir það hvernig úrræði í barnavernd hafa hliðstætt barnaverndarlöggjöfinni þróast og breyst auk þess að fjallað er um hvernig úrræðum í barnavernd er háttað í dag. Um er að ræða stuðningsúrræði sveitarfélaga annars vegar og úrræði ríkisins, eða Barnaverndarstofu, hins vegar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að þróun barnaverndarlöggjafarinnar og þróun úrræða í barnavernd eru nátengdar og hafa haft einhver áhrif hvor á aðra frá upphafi. Oftar en ekki hafa þó barnaverndarúrræði komið til á undan sem síðar hafa verið lögbundin, en ekki öll. Erfitt er á köflum að draga ályktanir um hvort kemur á undan.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_Heiðdís Hafþórsdóttir_BA-ritgerð.pdf522.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Heiðdís Hafþórsdóttir.pdf290.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF