is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29968

Titill: 
  • Straumhvörf á greiðsluþjónustumarkaði: Áhrif tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2015/2366 um greiðsluþjónustu (PSD II) á núverandi markaðsaðila.
  • Titill er á ensku Shifting of tides in the EU’s payment services market: The effect of Directive (EU) 2015/2366 of the European Parliament and of the Council on payment services in the internal market (PSD II) on current market participants.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir nýrri löggjöf Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu (PSD II) er kom til framkvæmda 13. janúar 2018 innan Evrópska efnahagssvæðisins. Straumhvörf hafa orðið á greiðsluþjónustumarkaði Evrópusambandsins og virðist ljóst að með PSD II ætlar sambandið sér að standa framarlega á sviði rafrænnar greiðsluþjónustu. Með gildistöku PSD II fylgja háleit markmið um jafnari samkeppnisstöðu markaðsaðila, aukna neytendavernd og tæknilega hlutlausa löggjöf um greiðsluþjónustu. Í ljósi þess að Ísland er þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins fyrir tilstuðlan samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hafa gerðir sambandsins um frjálst flæði fjármagns, þ. á m. greiðsluþjónustu, þýðingu hér á landi. Þungamiðja ritgerðarinnar fjallar um áhrif PSD II á núverandi markaðsaðila, en íslensku bankarnir hafa verið með umsvifameiri greiðsluþjónustuveitendum fram að gildistöku gerðarinnar. Leitast verður því við að gera grein fyrir þeim nýju kröfum sem gerðar eru til þeirra sem greiðsluþjónustuveitanda, sem og hvaða áskoranir og tækifæri innkoma nýrra aðila hafa í för með sér fyrir bankana. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar liggur enn ekki fyrir, en þegar hefur verið hafist handa við undirbúning að frumvarpi að nýjum greiðsluþjónustulögum. Virðist sem svo að það verði ekki að lögum fyrr en í fyrsta lagi árið 2019.

  • Útdráttur er á ensku

    Directive (EU) 2015/2366 of the European Parliament and of the Council on payment services in the internal market (PSD II) is a new and revised payment services directive, with which the European Union has established that it intends to be in the frontier in the further development of the retail payments market. The directive is applicable from 13 January 2018 and with it come ambitious goals of a level-playing field between market participants, increased consumer protection and technologically neutral legislation of payment services. Through the Agreement on the European Economic Area (EEA Agreement), Iceland participates fully in the internal market of the European Union. Acts of the European Union in the field of payment services fall thereunder and must thus be made part of the EEA Agreement by incorporation into one of the Annexes of the EEA Agreement and subsequent implementation in Iceland. Until now, the Icelandic banks have long been the leading participants in the payment services market. This thesis seeks to unfold what the PSD II requires of banks when acting as payment service providers, as well as what challenges and opportunities lie ahead for the banks in light of new market participants entering the market. As of yet, the EEA Joint Committee has not adopted a decision (Joint Committee Decision) incorporating the PSD II, as the directive is still under scrutiny. In Iceland, action has already been taken in preparing a legal act to implement PSD II into national law. It appears however, that it will not be incorporated into law until 2019, at the earliest.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN.pdf1.18 MBLokaður til...07.05.2030HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_2018 _ Agnes.pdf88.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF