is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29970

Titill: 
  • Að deyja með reisn: Um dánaraðstoð á Íslandi frá lagalegu sjónarmiði.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á tímum þar sem meðalaldur er sífellt að hækka og læknavísindi finna stöðugt nýjar leiðir til að lengja líf sjúklinga, hafa margir lýst ótta sínum yfir því að vera haldið á lífi þrátt fyrir alvarleg elliglöp og líkamlega hrörnun. Mikil vitundarvakning um málefni dánaraðstoðar hefur átt sér stað á undanförnum árum og fjöldi breytinga í regluverkum hafa sést víðs vegar hvað varðar réttinn til að fá aðstoð við að deyja. Innan evrópskra samfélaga má sjá að frá síðustu aldamótum hafa Holland, Belgía og Lúxemborg lögfest beina dánaraðstoð og eru þau jafnframt einu Evrópuþjóðirnar sem heimila slíka aðstoð. Þá liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga sem stefnir að því að rannsaka lagaumhverfi dánaraðstoðar þar sem hún er lögleg. Hugsanlega er aðeins tímaspursmál þar til umræður um að lögfesta rýmri rétt til að deyja verða teknar fyrir á Alþingi af alvöru.
    Markmiðið ritgerðarinnar er að fjalla um það hvernig lögleiðing dánaraðstoðar á Íslandi horfir við út frá sjónarhóli lögfræðinnar. Ritgerðin skiptist í fimm kafla að meðtöldum inngangi. Annar kafli leggur grunninn að allri síðari umfjöllun. Þar eru skilgreind þau hugtök sem stuðst er við í ritgerðinni, hvaða meðferðir koma til umræðu við endalok lífs og jafnframt er þar fjallað um hvaða aðila þarf að hafa í huga þegar rætt er um lögleiðingu aðstoðar við að deyja. Í þriðja kafla er rýnt í þær skyldur og þau réttindi sem leiða af Mannréttindasáttmála Evrópu með því að skoða vandlega þá dóma þar sem fjallað hefur verið um nátengd álitamál. Einnig er sú umfjöllun stuttlega borin saman við Evrópudómstólinn út frá sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Í fjórða kafla er að finna lögfræðilega samanburðarrannsókn um meðferðir við endalok lífs. Þar er fyrst litið þess hvaða valmöguleikar standa dauðvona sjúklingum á Íslandi til boða. Í framhaldinu er litið til þeirra meðferða sem standa sams konar sjúklingum til boða í Hollandi, Belgíu og Sviss, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að hljóta þá aðstoð og hver reynsla landanna er af þess konar meðferðum. Þar verður jafnframt fjallað um nýtilkomið fyrirbæri sem kallast aðstoð við þá sem ferðast til að deyja og loks er fjallað um eftirtektarverðustu gagnrýni dánaraðstoðar. Að lokum eru niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman í afar stuttu máli í fimmta kafla. Af þeim niðurstöðum er ljóst að ef til lögleiðingar dánaraðstoðar kemur er margt sem þarf að huga að og hættan sem getur búið að baki slíkri löggjöf er mikil. Því er nauðsynlegt að gæta varfærni og læra af reynslu annarra reynslumeiri þjóða.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að deyja með reisn - skemman.pdf1.06 MBLokaður til...07.05.2021HeildartextiPDF
Skemman - yfirlýsing.pdf326.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF