is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29972

Titill: 
 • Inngangur að matreiðslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru hliðartextar í prentuðum íslenskum matreiðslubókum, útgefnum á tímabilinu 1800–1950, skoðaðar með áherslu á formála og inngangskafla.
  Fyrst er gerð grein fyrir stöðu fagbókmennta í bókmenntasögunni yfirleitt, á rannsóknum á matreiðslubókum yfirleitt, á Norðurlöndum og þá sérstaklega í Danmörku. Þar næst er horft til fagbókmennta almennt á Íslandi og nefnt er að engin tæmandi ritaskrá er yfir íslensk matreiðslurit og gerð grein fyrir því hvernig tilraun til slíkrar ritaskrár er sett upp í Viðauka I og II. Í stórum dráttum er farið yfir rit og rannsóknir á matreiðslubókum á Íslandi. Fjallað er um hugtakið matreiðslubók, skilgreind notkun þess í athuguninni og gögnin afmörkuð. Sömuleiðis er gerð grein fyrir hugtökunum hliðartexti, formáli og inngangur.
  Nokkrar bókfræðilegar upplýsingar eru lagðar fram um 16 íslenskar matreiðslubækur, getið er útgáfutíma, höfunda og tengsla þeirra við Danmörku. Þar næst er farið í gegnum gögnin með upplýsingum um útgáfuár, endurútgáfur, formála og inngangskafla. Fjallað er stuttlega um ævi höfunda og lögð er áhersla á hvað sagt er um markmið bókarskrifanna og endurútgáfnanna, markhópanna, málfarið í bókunum, notkun nýyrða og að lokum um matinn sjálfan, þá sérstaklega notkun útlendra og innlendra hráefna.
  Í lok ritgerðarinnar er farið stuttlega í gegnum niðurstöðurnar og nokkrar hugleiðingar um hvað mætti skoða nánar.

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inngangur að matreiðslu - BA-ritgerð.pdf575.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf267.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF