is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29974

Titill: 
  • Skilyrði sveitarfélaga fyrir veitingu fjárhagsaðstoðar. Er þörf á lögfestingu?
  • Titill er á ensku Conditions for Granting Municipal Financial Social Assistance. The Need for National Legislative Action
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sveitarfélög hafa ýmsum skyldum að gegna sem meðal annars koma fram í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Meðal hlutverka sveitarfélaga er að tryggja að íbúar geti séð fyrir sér og sínum en það er meðal annars gert í formi fjárhagsaðstoðar. Sú aðstoð er eins konar öryggisnet velferðarkerfisins til þess að aðstoða þá einstaklinga sem ekki eiga neinna annarra kosta völ til þess að framfæra sig. Réttur til framfærslu byggir á 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fjárhagsaðstoð eða fátækraaðstoð, eins og hún nefndist, er eitt elsta form velferðaraðstoðar en í fyrri tíð var algengasta form aðstoðar til þeirra sem þess þurftu, samhjálp í formi góðgerðar og ölmusu til fólks í neyð. Framfærsluábyrgð var fyrst og fremst á hendi fjölskyldunnar eða ættarinnar, ef hún brást, en til viðbótar grenndarsamfélagsins þegar skyldum ættarinnar sleppti. Reglur um fjárhagsaðstoð eru mismunandi eftir sveitarfélögum en velferðarráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um inntak slíkra reglna. Það ber að athuga að aðeins er um leiðbeiningar að ræða og er því ákvörðun um fjárhæðir og fyrirkomulag fjárhagsaðstoðar ávallt í höndum hvers og eins sveitarfélags. Sveitarfélög eru sjálfstæð stjórnvöld sem teljast til handhafa framkvæmdavalds í skilningi 2. gr. stjórnarskrár og þeim er tryggð sjálfstjórn með 78. gr. stjórnarskrár. Á undanförnum árum hefur verið lögð aukin áhersla á virkni þeirra einstaklinga sem sækja um fjárhagsaðstoð og hafa öll sveitarfélög í landinu sett einhver skilyrði fyrir veitingu aðstoðar en lang flest þeirra lúta að virkni umsækjenda. Skiptar skoðanir eru á beitingu slíkra skilyrða en sú framkvæmd hefur einnig verið viðhöfð á hinum Norðurlöndunum. Oftar en einu sinni hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að lögfesta skilyrði fjárhagsaðstoðar en ekki náð fram að ganga. Álitamál er hvort og hvaða skilyrðum er heimilt að binda ákvörðun um fjárhagsaðstoð og hvort þörf sé á lögfestingu þeirra en í ritgerðinni er leitað svara við þeim spurningum. Réttarframkvæmd er metin í ljósi jafnræðisreglu og farið yfir heimildir löggjafans á valdframsali til handhafa framkvæmdavalds. Þá er fjallað um aukaefni stjórnvaldsákvörðunar og lágmarkskröfur um aðstoð við einstaklinga. Ennfremur er farið yfir málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar og gerð grein fyrir inntaki lögmætisreglu, hugtakinu réttaröryggi og hvort um stjórnsýsluviðurlög er að ræða þegar fjárhagsaðstoð er skert eða synjað um veitingu hennar, þegar skilyrði eru ekki uppfyllt. Að endingu er vikið stuttlega að fyrirkomulagi fjárhagsaðstoðar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin yfirfarin - lokaeintak.pdf13.71 MBLokaður til...07.05.2056HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf304.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF