is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29975

Titill: 
  • Réttur geðfatlaðs fólks til fjölskyldulífs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Allir einstaklingar eiga rétt til fjölskyldulífs, þ.e. að velja sér það fjölskylduform sem þeir kjósa. Í réttinum til fjölskyldulífs er ekki fólginn réttur einstaklings til að eignast börn og maka, heldur réttur einstaklings til að taka ákvörðun um hvort hann vilji eignast börn eður ei og velja sér hvort hann eyði lífi sínu með eða án maka. Réttur þessi er talinn til grundvallarmannréttinda hvers manns og er fjallað um hann víða í alþjóðasamningum og einnig í íslenskum rétti. Geðfatlað fólk getur eins og hver annar einstaklingur verið foreldri og átt rétt til fjölskyldulífs, til jafns við aðra. Réttur fatlaðs fólks til fjölskyldulífs er sérstaklega tryggður, veittur og verndaður í 23. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).
    Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á hvað felst í rétti geðfatlaðs fólks til fjölskyldulífs og megináhersla er lögð á rétt geðfatlaðra foreldra til að fá viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi og umönnun barna sinna. Með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kannað hvort réttur geðfatlaðs fólks til fjölskyldulífs sé tryggður í íslenskum rétti. Auk þess sem gerð er grein fyrir því hvers konar stuðningi og þjónustu geðfatlað fólk á rétt á, svo því sé fært að uppfylla skyldur sínar sem uppalendur og umönnunaraðilar barna sinna. Skoðaðir eru dómar Hæstaréttar frá árunum 2013 til 2017, þar sem um ræðir forsjársviptingu foreldris með geðröskun eða geðfatlaðs foreldris og kannað er á hvaða grundvelli geðfatlaðir foreldrar eru sviptir forsjá barna sinna.
    Niðurstaðan er sú að gildandi íslenskur réttur og framkvæmd hans, stenst ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Geðfatlaðir foreldrar virðast ekki njóta viðeigandi aðstoðar við að uppfylla skyldur sínar sem uppalendur barna sinna, sbr. 2. mgr. 23. gr. SRFF, auk þess sem framkvæmd er ekki í samræmi við 4. mgr. 23. gr. SRFF, um að aldrei skuli taka barn af foreldrum sínum vegna fötlunar foreldris. Ljóst er að réttur geðfatlaðra foreldra til fjölskyldulífs er ekki tryggður til jafns við aðra.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð -Guðrún Jónsdóttir - Skemman.pdf839.46 kBLokaður til...07.05.2023HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf194.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF