en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29977

Title: 
  • Title is in Icelandic Kynbundið ofbeldi í nánum samböndum: Þróun íslensks réttar í ljósi femínískra lagakenninga
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er leitast við að skýra og gera grein fyrir þróun íslensks réttar hvað varðar kynbundið ofbeldi í nánum samböndum í ljósi femínískra lagakenninga, bæði þróun laga og dóma með höfuðáherslu á stöðuna í dag.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir hugtakinu kynbundið ofbeldi, einnig verður farið í samanburð á hugtökunum heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Jafnframt verður gerð grein fyrir ástæðum þess að höfundur notar hugtakið kynbundið ofbeldi í nánum samböndum og hvaða skilning höfundur leggur í hugtakið. Því næst verða skoðaðar forsendur og markmið samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og ofbeldi í nánum samböndum, svokallaður Istanbúlsamningur, sem Ísland fullgilti nú á dögunum. Samningurinn er grundvallaratriði þegar kemur að kynbundnu ofbeldi gegn konum. Því næst verður gerð grein fyrir hinum margvíslegu birtingarmyndum kynbundins ofbeldis í nánum samböndum, auk umfjöllunar um algengar mýtur í tengslum við viðfangsefni ritgerðarinnar. Að því loknu verður ofbeldishringurinn skoðaður, en hann lýsir þremur ferlum sem eiga sér stað í ofbeldissamböndum. Jafnframt varpar hann ljósi á samhengi og eðli ofbeldissambanda. Í þriðja kafla ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir femínískum lögfræðikenningum og femínískri lagalegri aðferð sem höfundur mun beita við skrif ritgerðarinnar.
    Í framhaldinu verður farið í íslenska löggjöf um kynbundið ofbeldi í nánum samböndum. Fyrst verður gerð almenn grein fyrir efnisréttinum, svo verður farið í dómaframkvæmd til að varpa ljósi á hvernig umrædd brot hafa verið heimfærð fram að þessu og hvernig ákvæðin eru notuð í dómaframkvæmd, sem dæmi refsiþyngingarástæða 3. mgr. 70. gr. og 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Enn fremur verður gerður samanburður við Norðurlöndin um efnisákvæði sem ná yfir kynbundið ofbeldi. Að lokum verður gerð grein fyrir þeim framförum sem hafa átt sér stað innan lögreglu, meðal annars í verklagi ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu mála um ofbeldi í nánum samböndum sem tók gildi hinn 2. desember 2014 og öðrum samstarfsverkefnum lögreglu við aðrar stofnanir.

Accepted: 
  • May 7, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29977


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlýsing.pdf194.61 kBLockedYfirlýsingPDF
Skemman_Meistararitgerð.pdf1.2 MBOpenComplete TextPDFView/Open