Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29978
Í dómsmálum er algengt að aðilar þess deili um hver séu málsatvik. Dómari getur ekki vísað máli frá á þeim grundvelli að málsatvik séu óljós heldur verður hann að taka afstöðu til þess hvort leggja beri staðhæfingu annars aðilans til grundvallar í dómi.
Í ritgerðinni er fjallað um hvernig lagðar eru sönnur á staðhæfingu um staðreynd í sakamálum. Markmiðið með ritgerðinni er að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um framlagningu sönnunargagna og sönnunarmat dómara og skoða þau viðmið sem hafa áhrif á hvernig sönnunargögn eru metin. Lögð er áhersla á að skoða þær kröfur sem gerðar eru til dómsniðurstöðu um að sekt teljist sönnuð í sakamáli, á hvaða gögnum megi byggja niðurstöðuna og hvernig hún skal fengin. Sett er fram yfirlit yfir helstu reglur sakamálaréttarfars sem stýra ferli sönnunar í sakamálum og þær settar í fræðilegt samhengi. Auk þess er skoðað, þegar við á, hvernig reglurnar hafa verið túlkaðar í framkvæmd, bæði af íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu. Nálgunin er út frá sjónarhorni dómarans sem hefur það hlutverk að komast að niðurstöðu um hvort staðhæfing um staðreynd teljist sönnuð.
Meginefni ritgerðarinnar er tvískipt. Annars vegar er fjallað um sönnunarfærslu fyrir dómi. Fjallað er um að hverju hún beinist, hvaða reglur gilda um framlagningu gagna og vikið að hlutverki dómara við sönnunarfærslu. Hins vegar er fjallað um sönnunarmat dómara, sem fer fram að sönnunarfærslu lokinni. Skoðað er hvað felst í sönnunarmati og hvaða reglur gilda um matið, bæði skráðar og óskráðar. Sérstök áhersla er lögð á að skoða þýðingu hugtakanna sönnunarkrafa og sönnunarbyrði. Tilgangurinn er ekki að gefa tæmandi yfirlit yfir lagareglur, dómaframkvæmd og fræðaskrif heldur að veita yfirsýn yfir viðfangsefnið. Ritgerðinni er því ætlað að vera innlegg í frekari rannsóknir á fræðasviðinu.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Ásthildur Valtýsdóttir_meistararitgerð.pdf | 802,01 kB | Lokaður til...01.05.2035 | Heildartexti | ||
| yfirlýsing.pdf | 633,84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |