is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29979

Titill: 
 • Starfstengd hlunnindi á tvískiptum vinnumarkaði
 • Titill er á ensku Job related benefits in a dual labor market
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hlunninda og styrkja starfsmenn njóta frá vinnuveitendum sínum, annars vegar á einkamarkaði og hins vegar hjá hinu opinbera. Starfskjör og réttindi í þessum tveimur geirum hafa verið ólík í marga áratugi, en á undanförnum árum hefur verið unnið að því að minnka þann mun með það að markmiði að opinberar stofnanir geti betur keppt við einkamarkaðinn um hæft, vel menntað starfsfólk. Markmiðið með rannsókninni var að sjá hvaða hlunnindi starfsmönnum standa til boða og hvort einhver munur væri á milli einkageirans og hins opinbera í þeim efnum.
  Beitt var megindlegri aðferðafræði við framkvæmd rannsóknarinnar. Ekki var notað tilviljunarúrtak úr þýðinu þar sem til stóð að rannsaka stærstu vinnustaði í hvorum geira. Í stað þess var beitt markmiðsúrtaki til að ná ásættanlega mörgum svarendum. Send var út spurningakönnun með 44 spurningum til mannauðs- eða fjármálastjóra 208 fyrirtækja og stofnana. Fengust 150 svör sem gefur 72% svarhlutfall.
  Í fræðilegu samhengi duga hlunnindi eins og þau sem spurt var um í könnuninni tæplega ein og sér til að stuðla að starfsánægju. Aðrir þættir í mannauðsstjórnun og rekstri sem sérstaklega hlúa að innri þáttum starfsins þurfa að koma til.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einkageirinn geri betur við starfsmenn sína en sá opinberi þegar kemur að hlunnindum utan kjarasamninga. Fylgjast þarf markvisst með þessum mun þegar gerður er samanburður á kjörum starfsfólks í geirunum tveimur, sérstaklega ef markmiðið er að jafna kjör þeirra.

Samþykkt: 
 • 7.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29979


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf362.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Starfstengd-hlunnindi-á-tvískiptum-vinnumarkaði_BLK.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna