is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2998

Titill: 
  • Brennandi þolinmæði. Þýðing úr spænsku á skáldsögunni Ardiente paciencia eftir chileska rithöfundinn Antonio Skármeta og rannsókn á myndhvarfaþýðingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er í tveimur hlutum og felst annars vegar í íslenskri þýðingu úr spænsku á skáldsögunni Ardiente paciencia eftir chileska rithöfundinn Antonio Skármeta, sem hlotið hefur titilinn Brennandi þolinmæði, og er hins vegar rannsókn á þýðingum myndhvarfa (e. metaphor) með hliðsjón af þýðingunni. Kenningar um myndhvörf eru af ýmsum toga og fjallað hefur verið um þau sérstaklega innan þýðingafræði þar sem þau skapa óhjákvæmilega vandamál við þýðingar. Myndmál er iðulega fastbundið menningu sérhvers staðar og ef þýða á texta milli mismunandi menningarheima kemur einatt upp sú staða að ekki sé notað sama myndmál í frummáli og markmáli. Til að geta betur greint þennan menningarlega mismun kemur að gagni að þekkja til hugrænna fræða (e. cognitive science) um hugtakamyndhvörf (e. conceptual metaphor). Innan hugrænna fræða er myndhvörfum lýst sem mun mikilvægara fyrirbæri en almennt hefur verið talið þar sem þau móti hugsun mannsins og sýn hans á heiminn. Ef hugrænar kenningar um myndhvörf eru nýttar til greiningar á myndmáli frumtexta fjölgar möguleikum við þýðingar þar sem þýðanda verður betur ljós sá munur sem verið getur á myndhvarfakerfum menningarheima. Þýðing á skáldsögunni Brennandi þolinmæði er hér greind í ljósi hugrænna kenninga um myndhvarfaþýðingar, enda einkennir skáldsöguna mikil og meðvituð notkun myndmáls. Það er áberandi jafnt í máli sögupersóna sem og í öllum lýsingum og hefur jafnvel áhrif á framvindu sögunnar. Ákvarðanir sem teknar voru við myndmálsþýðingar eru því í aðalhlutverki í greiningu á þýðingarferlinu. Samkvæmt hugrænum kenningum um myndhvörf ræður munur á menningarheimum þýðanleika myndhvarfa og styður greiningin þá kenningu.

Samþykkt: 
  • 8.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SLI_loka_fixed.pdf791.17 kBLokaðurHeildartextiPDF