en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29982

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif nærveru dýra á líðan einstaklinga. Dýr í meðferðarvinnu með einstaklingum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Frá örófi alda hafa dýr aðstoðað manninn eða verið honum nytsamleg á einn eða annan hátt. Dýr hafa aðstoðað mennina við daglegar athafnir og störf, verið afurð og með nærveru sinni veitt mönnunum hlýju og félagsskap. Einnig hefur það tíðkast að dýr hafi veitt fólki andlegan stuðning en hvernig og á hvaða máta?
  Ritgerð þessi fjallar um tengingu manna og dýra og hvaða áhrif dýrin geta haft á líf fólks á öllum aldri með mismunandi bakgrunn. Fjallað verður um fjölbreyttar meðferðarleiðir með aðstoð dýra ásamt því að fjallað verður um gæludýr í fjölskyldum og heimsóknardýr á stofnunum. Farið verður einnig yfir sögu meðferðarvinnunnar og hvert upphaf hennar var.
  Markmið þessarar ritgerðar er að fara yfir sögu meðferðarvinnu með aðstoð dýra og skoða hvort dýrin hafi góð áhrif á líðan okkar en einnig að kanna hvers konar áhrif við höfum á þau. Höfundur telur mikilvægt að skoða þessar tegundir meðferðarleiða af þeim ástæðum að dýr eru stór hluti af lífi okkar og það er óneitanlega sterk tenging á milli manns og dýrs. Persónuleg reynsla höfundar vakti einnig mikinn áhuga þessu málefni og trúin á því að dýrin séu mikilvægur samferðafélagi í þessu lífi er mikil.
  Rannsóknir og kannanir sem gerðar hafa verið á meðferðum tengdum dýrum sýna flestar sambærilegar niðurstöður. Dýrin virðast hafa góð áhrif á andlega- og líkamlega heilsu okkar mannanna. Þau hvetja okkur til hreyfingar og félagslegra samskipta og draga verulega úr einmannaleika einangraðra einstaklinga.
  Þrátt fyrir ýmsar rannsóknir og kannanir á inngripi með aðstoð, sem er regnhlífarhugtak yfir allar meðferðir með aðstoð dýra, þykir skortur á vísindalegum sönnunum á langtíma áhrifum sem nærvera dýranna hefur. Það væri áhugavert að sjá fleiri rannsóknir gerðar á þessu sviði. Einnig væri fróðlegt að sjá inngrip með aðstoð dýra nýtt af félagsráðgjöfum hér á landi, þar sem niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á neikvæð áhrif, heldur sýna flestar fram á einhverskonar jákvæð áhrif á fólk á öllum aldri.

Accepted: 
 • May 7, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29982


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAritgerð-Indíana.pdf695.88 kBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsingSkemman.pdf166.96 kBLockedYfirlýsingPDF