is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29985

Titill: 
  • Grænland í fortíð og nútíð. Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni?
  • Titill er á ensku Greenland in the past and in the present. What causes a society to lose its culture?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A- gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands. Megin markmið þessarar ritgerðar er að skoða þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélagi og menningu Grænlands. Margþætt samskipti Grænlands við utanaðkomandi áhrifavalda hefur haft áhrif á menningu þeirra. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig menning grænlenskra Inúíta var áður en norðurlandabúar komu til Grænlands, hvernig hún breyttist við komu þeirra og hvað hugsanlega olli þessum breytingum. Til þess að komast að niðurstöðu var menning Grænlands í fortíð og nútíð skoðuð og þeir megin áhrifaþættir sem ollu þessum breytingum.
    Menning Grænlendinga breyttist mikið á síðustu öld og hafa Grænlendingar reynt að endurheimta gamlar hefðir á síðustu áratugum til þess að menning þeirra hverfi ekki með öllu. Áhrif einokunar- og valdatíma Dana olli miklum breytingum á menningu og líf Grænlendinga. Danir hafa viljað loka augunum fyrir þeim áhrifum sem yfirráð þeirra höfðu á þjóðina, afneita sögu sinni og tengslum við nýlendutímann. Danir yfirfærðu lög sín og reglur yfir á grænlenska stjórnsýslu sem nýttist Grænlendingum illa. Loftslagsbreytingar síðustu áratuga hafa haft bæði góð og slæm áhrif á lifnaðarhætti Grænlendinga og hafa haft bæði félagslegar og efnahagslegar breytingar í för með sér og í raun skapað ófyrirsjáanlegar og jafnvel hættulegar aðstæður.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að helstu ástæður breytinga á grænlenskri menningu eru vegna nýlenduvæðingar Dana, nútímavæðingar vegna hnattvæðingar og loftslagsbreytinga. Grænlendingar vita sjálfir best hvernig samfélag þeirra gengur fyrir sig og hvaða breytingar eru nauðsynlegar fyrir þá til að gera upp fortíðina og takast á við framtíðina.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the final work for BA in anthropology at the University of Iceland. The primary purpose of this essay is to examine the development of the Greenlandic society and its culture. The relationship between Greenlanders and foreign influences is complex, and it has had influencing changes on its culture. The aim of this essay is to examine how Greenlandic culture was before these influences, how the culture changed and what potentially caused these changes. In order to reach a conclusion both the past and the present of Greenland was studied and then looked into what the primary factors that affected these changes were.
    Greenlandic culture has changed a great deal and Greenlanders have tried to regain old traditions so their culture does not disappear. The monopoly and reign of the Danish Crown influenced the culture of Greenlanders a great deal. Danes have been blind to notice the influence their sovereignty had on the greenlandic nation, denying their history and association with the colonial era. Denmark have transferred laws and regulations to Greenlandic administration that doesn't benefit nor does it belong in Greenlandic culture. Climate change has both good and bad influence on greenlandic way of life, which has caused both social and economic changes and created unpredictable and even dangerous situations.
    The conclusion of this essay is that the main reasons for changes in Greenlandic culture are colonization, modernization and climate change. Greenlanders know and understand how they want their society to work and what changes they need to do for the future.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Herdís Birna Heiðarsdóttir _ BA ritgerð.pdf492,67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman - pdf.pdf220,86 kBLokaðurYfirlýsingPDF