Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29986
Athyglisbrestur með ofvirkni er taugaþroskaröskun og eru helstu einkenni hennar ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Röskunin er algeng á meðal barna, en allt að 5-10% barna eru greind með ADHD samkvæmt erlendum rannsóknum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað orsakar röskunina og talið að margir þættir geti spilað þar inn í. Notast er við tvö greiningarkerfi til að greina röskunina en það eru ICD-10 sem gefið er út af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og DSM-V sem gefið er út af bandarísku geðlæknasamtökunum. Á Íslandi er að mestu notast við það síðarnefnda. Ýmis meðferðarúrræði standa til boða fyrir börn með ADHD en lyfjameðferð og atferlismeðferð teljast vera þær algengustu nú á dögum.
Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau meðferðarúrræði sem standa til boða fyrir börn með ADHD með sérstakri áherslu á lyfja- og atferlismeðferð. Einnig er greint frá því hver aðkoma félagsráðgjafa er þegar barn er greint með ADHD. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að algengasta úrræðið fyrir börn með ADHD er lyfjameðferð. Hún hefur þann kost fram yfir önnur úrræði að árangur er sýnilegur strax. Atferlismeðferð fylgir fast á eftir en hún krefst oft mikillar vinnu af hálfu barnsins og fjölskyldu þess og tekur lengri tíma þar til árangur er sýnilegur. Helsti kostur hennar er sá að hún er líkleg til að bæta hegðun til frambúðar. Aðkoma félagsráðgjafa er mikilvæg þegar barn er greint með ADHD. Þeir sjá til þess að barnið og fjölskylda þess fái þann stuðning sem þau gætu þurft ásamt því að veita þeim faglega ráðgjöf um þau úrræði sem standa til boða í þessum aðstæðum. Út frá niðurstöðum ritgerðarinnar má álykta að ekkert eitt úrræði er talið vera betra en annað og að aðkoma félagsráðgjafa er mikilvæg þegar barn er greint með ADHD.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FRG261L_Inga Þórs Yngvadóttir_BA-ritgerð.-.pdf | 446,32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_ithy1.pdf | 453,33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |