is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29987

Titill: 
  • Vandi umhverfisverndar í fulltrúalýðræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er spurt hvernig vandamál standi í vegi fyrir því að lýðræðissamfélög fari þær leiðir sem eru nauðsynlegar til að bregðast við umhverfisvandanum og sporna gegn þeirri þróun að manneskjan spilli umhverfi sínu. Efnið er skoðað í ljósi lýðræðishugmynda, einkum viðmiða Robert Dahls um hið lýðræðislega ferli sem hér er styrkt með kenningum um rökræðulýðræði. Viðmið Dahls sýna hvernig ferli ákvarðana í fulltrúalýðræði er ætlað að líta út en rökræðulýðræði bregst við ákveðnum göllum á framkvæmd lýðræðis og nýtist því til útfærslu á nokkrum af viðmiðum Dahls. Með rökræðulýðræði má styrkja viðmið Dahls um mikilvægi upplýstra borgara, auk þess sem meiri áhersla yrði lögð á að skipulag kerfisins, bæði lög og stofnanir byggðu undir skilyrði ígrundaðrar umræðu við ákvarðanatöku og fyrirsvar stofnana. Í ritgerðinni er vandamálunum lýst í ljósi þessara kenninga til að fá innsýn í hvað það er í lýðræði sem ýtir undir þau. Á sama tíma eru þær notaðar til að skoða tækifæri innan lýðræðis til að bregðast við vandamálunum. Hvað umhverfismálin varðar má sjá á tilraunum sem hafa verið gerðar að hægt er að fá fólk til að hugsa málin af meiri dýpt, heildrænt og til framtíðar, ef notaðar eru aðferðir rökræðulýðræðis. Vandamálin sem standa í vegi fyrir umhverfisvernd eru fjölmörg en hér hefur verið valið að fjalla um eftirfarandi flokka: (1) Vandamál tengd fyrirkomulagi lýðræðis, en í því felst meðal annars takmarkað val og óljós vilji kjósenda, vandi þess að hagsmunaaðilar fá ekki að hafa áhrif á þróun umhverfismála og skammtímahugsun sem einkennt hefur málaflokkinn. (2) Vandi þekkingarskorts og áhugaleysis, en þá er átt við skort á rannsóknum og þekkingu sem er til staðar en nær ekki að hafa áhrif, og einnig áhugaleysi og doða sem einkennt hefur viðbrögð margra við vandanum. (3) Ólýðræðisleg dreifing valds vegna síaukinna ítaka fjármagnsaflanna. Meginniðurstaðan er sú að vandamálin sem hér eru skoðuð eru margþætt og krefjast aðgerða til að hægt sé að tryggja lífvænlegt umhverfi. Eiga þau það sameiginlegt að til að hægt sé að takast á við þau þarf ákveðnar kerfisbreytingar en einnig viðhorfsbreytingar – sem gætu átt rót hvort í öðru. Með kerfisbreytingum sem byggja upp þekkingu og áhuga væri hægt að breyta viðhorfi fólks til umhverfisvandamála og með breyttum viðhorfum má krefjast nauðsynlegra kerfisbreytinga til að bregðast við umhverfisvandanum. Því er haldið fram að rökræðulýðræði gæti stuðlað að þessum breytingum, enda sé það vænlegur kostur til að brúa bilið milli lýðræðis og umhverfisverndar.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis asks the question what kind of problems prevent democratic societies from taking the necessary actions to react to environmental problems and counteract the negative impact humans are having on the environment. The subject is analyzed through democratic ideas, mainly Robert Dahl’s writings on what is called Critera for a Democratic Process, strengthened with ideas of deliberative democracy. Dahl’s criteria explain how the decision making process in a representative democracy should work, while theories of deliberative democracy react to certain flaws in the practice of democracy and are therefore useful in the implementation of some of Dahl’s criteria. Dahl’s critera on the importance of enlightened understanding can be strengthened through deliberative democracy, which also puts more emphasis on laying the groundwork for the condition of deliberation in decision making and institutional accountability via legal and institutional structure. The thesis describes these problems using mentioned theories to gain insight into what in democracy encourages them. At the same time they are used to make out opportunities within democracy to react to these problems. As to environmental issues, experiments have shown that it is possible to get people to think about them more in depth, holistically and towards the future by using methods of deliberative democracy. The problems that stand in the way of environmental protection are numerous but here the discussion is limited to the following categories: (1) Problems that have to do with the structure of democracy, that includes the limited choice and ambiguous will of the voters, the problem of stakeholders not having the opportunity to have a say regarding decisions and the short sighted way of thinking that has characterized policy making. (2) Lack of knowledge and apathy towards environmental issues, when information is missing or not being used and the feeling of numbness towards the seriousness of the problems. (3) Undemocratic distribution of power because of increased influences from the financial sector. The main conclusion is that the problems are complex and demand action so that we can secure a viable environment. What they have in common is that to deal with them a structural change is needed, but also changes in attitude – that can be rooted in one another. With structural changes that build up knowledge and interest it is possible to change the attitude towards environmental issues and with that change in attitude it is possible to demand necessary system changes to react to environmental problems. It is believed that deliberative democracy can contribute to these changes, making it an attractive choice in bridging the gap between democracy and environmental protection.

Samþykkt: 
  • 7.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing-tobba.pdf99.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Thorbjorg_Bakke_MA_Vandi_umhverfisverndar_i_fulltrualydraedi.pdf701.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna